Kölski á sér margar myndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2015 13:30 Það er brugðið á leik í óperunni um Sæmund fróða. Þessar stúlkur túlka öldur hafsins. „Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Sæmundur fróði hefur lengi leitað á mig sem viðfangsefni en ég vísaði honum alltaf frá því mér fannst sagan svo karllæg en þegar ég áttaði mig á því að kölski á sér margar myndir og getur bæði verið karlmaður og kvenmaður óx mér ásmegin,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þórunn er höfundur bæði tóna og texta nýrrar óperu um Sæmund fróða sem frumflutt verður í Iðnó annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Auk þess er hún leikstjóri en Hrafnkell Orri útsetti tónlistina fyrir hljómsveit og stjórnar henni. Sæmundur fróði er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Óperan er mannmörg, með tíu manna hljómsveit, tíu einsöngvurum og 21 manns kór. „Það er gaman að virkja svona marga krafta saman og sjá þá birtast á sviðinu, meðal annars sem vinnufólk í Odda og skólafólk í Svartaskóla. Við flökkum hikstalaust á milli heimsálfa og syndum yfir hafið,“ lýsir Þórunn sem kveðst hafa rifjað upp ansi margar þjóðsögur um Sæmund fróða. „Mér finnst gaman að Sæmundur var sannanlega til og við vitum hvenær fæddist og dó. Hann fór til Evrópu til að læra en svo hefur þjóðin ákveðið að spinna alls konar sögur í kringum þennan mann sem var hámenntaður á síns tíma mælikvarða.“ Sýningar verða alls fjórar í Iðnó, 15., 16., 17. og 18. mars og hefjast allar klukkan 20.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira