Erlent

Stærsta flutningaskip heims komið til Evrópu

vísir/getty
Stærsta flutningaskip heims, sem smíðað var í Kína og lagði þaðan úr höfn í byrjun desember, er nú komið til Evrópu í fyrsta sinn.

Skipið heitir Globe og er 186 þúsund tonn og liggur nú við festar í Bretlandi. Það er rúmlega fjögurhundruð metra langt, fimmtíu og sjö metrar á breidd og Sjötíu og þrír á hæð.

Eins og gefur að skilja getur skip af þessari stærðargráðu borið gríðarlegt magn af vörum, enda er pláss fyrir nítjánþúsund og eitthundrað 20 feta gáma um borð.

Þannig væri hægt að flytja 156 milljón skópör með skipinu, 300 milljón spjaldtölvur eða 900 milljónir af venjulegum niðursuðudósum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×