Menning

Málar hús, landslag og portrett

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bautinn er vinsæll staður í miðbæ Akureyrar.
Bautinn er vinsæll staður í miðbæ Akureyrar.
„Ég sýni núna sautján vatnslitamyndir og nokkur akrýlverk og á myndunum eru hús, landslag og portrett,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson, sem opnar sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyri á morgun, skírdag, klukkan 14.

Meistararnir Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein ætla að mæta þar með hljóðfæri og skemmta gestum.

Sýningin nefnist Vetur að vori og Ragnar skýrir það svo að vetur verði að vori, en svo geti líka veturinn látið á sér kræla þótt farið sé að vora. Þannig er það meðan við spjöllum saman því þá er allt að því stórhríð fyrir norðan.

En Ragnar er líka kynningarstjóri Akureyrar og segir snjóinn pantaðan til að fólk geti rennt sér í Hlíðarfjalli um páskana!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.