Lífið

Einbeita sér að Akureyrskum vörum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Helga hress í versluninni Búðinni okkar.
Helga hress í versluninni Búðinni okkar.
Rétt fyrir páska opnaði á Akureyri lítil verslun sem heitir því einfalda nafni Búðin okkar. Hún er sérstök fyrir þær sakir að í henni fást einungis vörur sem eru búnar til á Akureyri.

„Okkur sem vinnum hérna hefur lengi langað til þess að opna verslun með þeim vörum sem við erum að gera, svo við létum bara verða af því,“ segir Helga Jósepsdóttir, verkefnastjóri hjá Grasrótinni, skapandi samfélagi á Akureyri.

Búðin okkar er staðsett í húsnæði Grasrótarinnar við Hjalteyrargötu, en þar getur fólk leigt aðstöðu til þess að þróa og vinna að skapandi verkefnum sínum. Helga segir ótrúlega mikið magn af vörum koma frá Akureyri.

„Það eru um 60 manns sem leigja aðstöðu hér og um helmingur er með vörur í versluninni. Við myndum vilja hafa fleiri en höfum ekki pláss,“ segir hún. Verslunin er einungis opin einu sinni í viku, á fimmtudögum frá 17-21.

„Það er svo þægilegt, fólki vantar oft gjafavöru fyrir helgina. Þá er þetta tilvalið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×