Hillary og repúblikanarnir Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. apríl 2015 12:00 Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira