Lífið

Fjöldi tölvupósta vegna nýs Omaggio-vasa

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Jón Hjörtur segir verslunina hafa fengið talsvert af fyrirspurnum varðandi nýja útgáfu Omaggio-vasans.
Jón Hjörtur segir verslunina hafa fengið talsvert af fyrirspurnum varðandi nýja útgáfu Omaggio-vasans. Vísir/Ernir
Ný útgáfa af Omaggio-vasanum er komin í sölu hér á landi. Þegar vasinn kom í takmörkuðu upplagi með koparlituðum röndum í fyrra ætlaði allt um koll að keyra og vasinn seldist fljótlega upp. Nýja útgáfan er með silfurröndum og kemur ekki í takmörkuðu upplagi og því ætti ekki að vera eins erfitt að næla sér í eintak.

Talsverð spenna er þó fyrir vasanum og segir Jón Hjörtur Oddsson, framkvæmdastjóri Lífs & listar í Smáralind, verslunina hafa fengið talsvert mikið af símtölum og tölvupósti með fyrirspurnir varðandi vasann, einnig sé talsverður fjöldi þegar búinn að tryggja sér eintak í netverslun Lífs & listar.

„Íslendingar almennt myndi ég telja að hafi gott auga fyrir góðri hönnun,“ segir Jón Hjörtur um ástæður vinsældanna. Hann segir vinsældir Kähler-varanna ekki eingöngu bundnar við Ísland, vörurnar séu einnig mjög vinsælar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Íslendingar séu að hans mati ekki sérlega ginnkeyptir fyrir slíkum trendum.

„Íslendingar eru það ekkert meira en aðrar þjóðir held ég. Það er alltaf verið að tala um þetta með Timberlandskóna, 66°N-úlpurnar og annað en þetta er svona í öðrum löndum líka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×