Tökum völdin af stjórnmálamönnum Benedikt Jóhannesson skrifar 30. apríl 2015 06:00 Kvótakerfið og hugmyndir um sanngjarnt afgjald af auðlindinni haft skipt þjóðinni í fylkingar. Stjórnvöld hafa heykst á því að hafa einfalt kerfi og vilja nú flækja málin með því að gera nýtingarsamninga til langs tíma með ýmiss konar útúrdúrum og flækjum, auk þess sem tortryggni ríkir um að gjaldið verði ekki sanngjarnt. Frumvarpið um makrílkvótann ýtir undir grunsemdir um að enn eigi að flækja kerfið. Stjórnmála- og embættismenn taka sér hlutverk sem markaðurinn leysir best. Það er bæði almenningi og útgerðinni nauðsynlegt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálgast nokkur einföld meginsjónarmið. Á fundi stjórnmálaaflsins Viðreisnar í vetur var kynnt einföld, markaðstengd lausn sem nær öllum sanngjörnum markmiðum allra aðila.Skilyrði fyrir sátt Nefna má nokkur atriði sem ekki ætti að vera mikill styr um. Vissulega eru nokkrir útgerðarmenn sem telja að vænlegast sé að setja undir sig hausinn og hlusta ekki á „vitleysingana“ sem vilji veiðigjöld, en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnkandi. Afkoma af flestum útgerðarfyrirtækjum hefur verið ágæt að undanförnu og því hvati fyrir útgerðina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði aflabrestur. Markmiðin sem nást eiga eru:Greitt sé hæfilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinniGjaldið sé markaðstengtTryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðarNýliðun sé mögulegHvatt sé til hagræðingar og hámarksarðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir.Markaðsleið að sanngjörnu gjaldiNú er verð á sjávarafurðum síbreytilegt, markaðsaðstæður eru misjafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæftir. Aflaheimildirnar hafa sveiflast frá ári til árs en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heildarkvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna prósentu af hverri tegund fyrir sig, en ekki fyrirfram ákveðinn tonnafjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu. Hugmyndin er sú að á hverju ári er ákveðnu hlutfalli aflaheimilda fyrra árs úthlutað til kvótahafa. Þetta hlutfall gæti verið á bilinu 90 til 95% af kvótanum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á uppboðsmarkað þar sem allir gætu boðið í heimildirnar. Með þessu móti ræðst afgjald ríkisins af aðstæðum á markaði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, annars lægra. Allir fylgja sömu reglum, þ.e. ekki er hagstætt að skulda eða vera á annars konar fleyi en aðrir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaupandinn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í uppboðunum. Á það ber að leggja áherslu að úthlutað er sama hlutfalli kvótans á hverju ári. Þannig eru alltaf 5 til 10% til sölu á markaði. Leiðin sameinar ýmsa kosti sem nauðsynlegt er að uppfylla. Markaðurinn sér um að greitt er hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Allir eru jafnir fyrir kerfinu. Ekki er horft á hvenær réttindi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvótinn er alveg jafnsettur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er einföld, öllum er heimill aðgangur að uppboðunum, og þeir sem uppfylla þau skilyrði að geta gert út á Íslandsmið geta allir boðið. Þeir sem illa stendur á hjá geta sleppt því að taka þátt í útboðinu það árið. Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Markaðsleiðin er einföld því ekki þarf bókhald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auðvelt með að reikna hve stóran hluta aflaheimildanna þeir fá endurgjaldslaust.Stöðugt rekstrarumhverfiÞrátt fyrir að rekstur útgerðarfyrirtækja hafi gengið vel almennt undanfarin ár hefur óvissan um framtíðarkerfi valdið því að margar útgerðir hafa dregið við sig nauðsynlegar fjárfestingar. Því er það mikils virði fyrir þjóðina alla að sátt náist um kerfi til frambúðar. Um prósentuna sem útdeilt er án endurgjalds þarf að nást samkomulag, en þegar hún er komin á þarf hún að haldast stöðug, þannig að útgerðarmenn geti gert rekstraráætlanir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri prósentu sem lækkar ár frá ári. Nú gilda ákveðnar reglur um hámarksstærð kvóta sem útgerðir mega eiga og að þeim þarf að gæta. Í útgerð eru auðvitað alltaf sveiflur, en í stöðugleika felst að reglurnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjárfestingar. Skip og veiðarfæri eru dýr og ekki tjaldað til einnar nætur. Sú leið sem hér er reifuð veldur engri kollsteypu. Það er ekki verið að innkalla veiðiheimildir í skyndingu heldur eru þær smám saman færðar á almennan kvótamarkað. Útgerðir fá eðlilegan aðlögunarrétt en greiða sanngjarnt afgjald. Aðalatriðið er að fyrir komandi kynslóðir verður komið sjálfbært kerfi sem byggir á markaðsstýringu. Viðreisn telur nauðsynlegt að brjótast út úr viðjum kerfis þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir og hve mikið hann borgar fyrir veiðiréttinn. Markmiðið er hvorki að hygla útgerðarmönnum né ná ofurtekjum til samfélagsins. Markaðslausnin tryggir að afgjaldið verður alltaf eðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og hugmyndir um sanngjarnt afgjald af auðlindinni haft skipt þjóðinni í fylkingar. Stjórnvöld hafa heykst á því að hafa einfalt kerfi og vilja nú flækja málin með því að gera nýtingarsamninga til langs tíma með ýmiss konar útúrdúrum og flækjum, auk þess sem tortryggni ríkir um að gjaldið verði ekki sanngjarnt. Frumvarpið um makrílkvótann ýtir undir grunsemdir um að enn eigi að flækja kerfið. Stjórnmála- og embættismenn taka sér hlutverk sem markaðurinn leysir best. Það er bæði almenningi og útgerðinni nauðsynlegt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálgast nokkur einföld meginsjónarmið. Á fundi stjórnmálaaflsins Viðreisnar í vetur var kynnt einföld, markaðstengd lausn sem nær öllum sanngjörnum markmiðum allra aðila.Skilyrði fyrir sátt Nefna má nokkur atriði sem ekki ætti að vera mikill styr um. Vissulega eru nokkrir útgerðarmenn sem telja að vænlegast sé að setja undir sig hausinn og hlusta ekki á „vitleysingana“ sem vilji veiðigjöld, en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnkandi. Afkoma af flestum útgerðarfyrirtækjum hefur verið ágæt að undanförnu og því hvati fyrir útgerðina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði aflabrestur. Markmiðin sem nást eiga eru:Greitt sé hæfilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinniGjaldið sé markaðstengtTryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðarNýliðun sé mögulegHvatt sé til hagræðingar og hámarksarðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir.Markaðsleið að sanngjörnu gjaldiNú er verð á sjávarafurðum síbreytilegt, markaðsaðstæður eru misjafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæftir. Aflaheimildirnar hafa sveiflast frá ári til árs en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heildarkvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna prósentu af hverri tegund fyrir sig, en ekki fyrirfram ákveðinn tonnafjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu. Hugmyndin er sú að á hverju ári er ákveðnu hlutfalli aflaheimilda fyrra árs úthlutað til kvótahafa. Þetta hlutfall gæti verið á bilinu 90 til 95% af kvótanum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á uppboðsmarkað þar sem allir gætu boðið í heimildirnar. Með þessu móti ræðst afgjald ríkisins af aðstæðum á markaði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, annars lægra. Allir fylgja sömu reglum, þ.e. ekki er hagstætt að skulda eða vera á annars konar fleyi en aðrir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaupandinn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í uppboðunum. Á það ber að leggja áherslu að úthlutað er sama hlutfalli kvótans á hverju ári. Þannig eru alltaf 5 til 10% til sölu á markaði. Leiðin sameinar ýmsa kosti sem nauðsynlegt er að uppfylla. Markaðurinn sér um að greitt er hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Allir eru jafnir fyrir kerfinu. Ekki er horft á hvenær réttindi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvótinn er alveg jafnsettur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er einföld, öllum er heimill aðgangur að uppboðunum, og þeir sem uppfylla þau skilyrði að geta gert út á Íslandsmið geta allir boðið. Þeir sem illa stendur á hjá geta sleppt því að taka þátt í útboðinu það árið. Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Markaðsleiðin er einföld því ekki þarf bókhald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auðvelt með að reikna hve stóran hluta aflaheimildanna þeir fá endurgjaldslaust.Stöðugt rekstrarumhverfiÞrátt fyrir að rekstur útgerðarfyrirtækja hafi gengið vel almennt undanfarin ár hefur óvissan um framtíðarkerfi valdið því að margar útgerðir hafa dregið við sig nauðsynlegar fjárfestingar. Því er það mikils virði fyrir þjóðina alla að sátt náist um kerfi til frambúðar. Um prósentuna sem útdeilt er án endurgjalds þarf að nást samkomulag, en þegar hún er komin á þarf hún að haldast stöðug, þannig að útgerðarmenn geti gert rekstraráætlanir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri prósentu sem lækkar ár frá ári. Nú gilda ákveðnar reglur um hámarksstærð kvóta sem útgerðir mega eiga og að þeim þarf að gæta. Í útgerð eru auðvitað alltaf sveiflur, en í stöðugleika felst að reglurnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjárfestingar. Skip og veiðarfæri eru dýr og ekki tjaldað til einnar nætur. Sú leið sem hér er reifuð veldur engri kollsteypu. Það er ekki verið að innkalla veiðiheimildir í skyndingu heldur eru þær smám saman færðar á almennan kvótamarkað. Útgerðir fá eðlilegan aðlögunarrétt en greiða sanngjarnt afgjald. Aðalatriðið er að fyrir komandi kynslóðir verður komið sjálfbært kerfi sem byggir á markaðsstýringu. Viðreisn telur nauðsynlegt að brjótast út úr viðjum kerfis þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir og hve mikið hann borgar fyrir veiðiréttinn. Markmiðið er hvorki að hygla útgerðarmönnum né ná ofurtekjum til samfélagsins. Markaðslausnin tryggir að afgjaldið verður alltaf eðlilegt.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun