Mætti í ráðuneytið og áminnti ráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:00 Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30
Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00