Menning

Djassinn kemur með sumarið

Magnús Guðmundsson skrifar
Danska jazzsöngkonan Cathrine Legardh og félagar koma fram á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni.
Danska jazzsöngkonan Cathrine Legardh og félagar koma fram á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni.
Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst í dag kl. 15 og verður djassað alla laugardaga í sumar.

Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur kvintett dönsku söngkonunnar Cathrine Legardh og saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Agnar Már Magnússon leikur á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Cathrine og Sigurður hafa starfað mikið saman undanfarin ár beggja vegna hafsins.

Það fer vel á því að hefja tuttugasta ár tónleikaraðar dansks veitingahúss í Reykjavík með dansk-íslensku verkefni. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. - 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×