Erlent

Fjörutíu og þrjú ár í einangrun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Albert Woodfox var í rúma fjóra áratugi í einangrun fyrir brot sem hann framdi ekki.
Albert Woodfox var í rúma fjóra áratugi í einangrun fyrir brot sem hann framdi ekki. NORDICPHOTOS/GETTY
Dómari í Louisiana hefur úrskurðað að fanginn Albert Woodfox skuli látinn laus.

Albert, sem var í félagsskap Svörtu pardusanna (e. Black Panthers), var ákærður árið 1972 fyrir að myrða fangavörð. Albert hefur hins vegar verið sýknaður af þeirri kæru í tvígang og nú skal hann látinn laus þar sem dómari hafnar því að hann verði ákærður þriðja sinni fyrir sama glæp.

Síðan fangavörðurinn lést hefur Albert þurft að dúsa í einangrun og það í fjörutíu og þrjú ár. Enginn bandarískur fangi hefur setið jafnlengi í einangrun.

Albert er einn Angóla-þremenninganna svokölluðu sem kenndu sig við fangelsið þar sem þeir dvöldu eftir að hafa verið dæmdir í áratugalangt fangelsi fyrir vopnað rán. Hinir tveir voru látnir lausir annars vegar 2001 og hins vegar 2013. Þremenningarnir börðust fyrir því að réttindi svartra fanga innan fangelsisins yrðu virt.

Þremenningarnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu í báðum málum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×