Gefur tónlistinni líf Magnús Guðmundsson skrifar 11. júní 2015 11:15 Anna Þorvaldsdóttir segist eiga að erfitt með að sjá sig sem fyrirmynd ungra kvenna við tónsmíðar. Mynd/Saga Sig „Það er vissulega frábært að standa fyrir svona tónleikum en að sama skapi leiðinlegt að þess sé þörf. En þetta er gott framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og þá sérstaklega að fá svona flotta konu eins og Ligia Amadio stjórnanda,“ segir Anna Þorvaldsdóttir tónskáld en í kvöld verða sérstakir kvennatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á efnisskrá tónleikanna er píanókonsertinn Slátta eftir Jórunni Viðar, Dreymi eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Gelíska sinfónían eftir bandaríska tónskáldið Amy Beach. Einleikari í Sláttu verður Ástríður Alda Sigurðardóttir, sem er á meðal okkar helstu píanóleikara af yngri kynslóðinni.Þurfum fyrirmyndir Anna Þorvaldsdóttir segir að Ligia sé bæði frábær stjórnandi og brautryðjandi fyrir konur á þessum vettvangi og reyndar alveg sérstaklega í Suður-Ameríku. Ligia er frá Brasilíu og starfar sem aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Bogotá í Kólumbíu. „Konum er vissulega aðeins að fjölga á meðal hljómsveitarstjóra en það gerist hægt. Helst til of hægt í rauninni. Málið er að ungar konur þurfa fyrirmyndir til þess að sjá að þetta er hægt – sjá að þær geta fetað þessa braut. Hið sama gildir um tónskáldin. Þegar ég var að byrja sem tónskáld þá reyndi ég vissulega að finna slíkar fyrirmyndir en það er ekki mikið flutt af verkum kventónskálda. En þetta er að verða meira og meira og það skiptir miklu máli. Það er samt erfitt fyrir mig að meta það hvort ég sé fyrirmynd í augum yngri kvenna sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig tónsmíðar. En ég vinn mikið og reyni að vera góð fyrirmynd.“Verðlaunin lífga tónlistina Anna hlaut nýverið hin virtu Marie-Josée Kravis Prize for New Music sem Fílharmónían í New York veitir. „Vissulega finn ég að verðlaun sem þessi skipta máli enda er eftir þeim tekið. Í grunninn er það samt tónlistin sem er hið eiginlega framlag og skiptir mestu máli og það er fullt af fólki að gera góða hluti í heimi tónlistarinnar í dag. Ég lít því á verðlaun sem ákveðna vegsemd fyrir tónlistina. Auðvitað er þetta mikil hvatning fyrir mig og þá ekki síst að fá að vinna með Fílharmóníusveitinni í New York. Það gerir tónlistinni minni fært að lifna við og það er það dýrmætasta í þessu og að það skuli verið að vinna með nýja tónlist á þessum vettvangi. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur einmitt verið mikið í að flytja nýja tónlist og er í raun á meðal hljómsveita sem eru í fararbroddi í heiminum í þessum efnum.“Sérstök upplifun Anna segir að þótt hún búi í Reykjavík sé hún óneitanlega mikið á faraldsfæti vegna starfsins. „Ég ferðast mikið til bæði Bandaríkjanna og Evrópu. Vinn með ýmsum hópum og skemmtilegu fólki en ég þarf að passa mig að hafa tíma til þess að semja. Mér finnst líka mikilvægt að vera hluti af flutningi verkanna. Vil kynnast flytjendum hverju sinni og finn líka að þau vilja heyra í mér. Þessi æfingatími fyrir flutninginn á verkunum er alltaf sérstök upplifun sem mér finnst vera mikilvægur hluti af þessu. Þannig nýt ég þess að vinna og fylgjast með stjórnanda koma með ferska nálgun – eins og til að mynda hjá Ligia á tónleikum kvöldsins.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er vissulega frábært að standa fyrir svona tónleikum en að sama skapi leiðinlegt að þess sé þörf. En þetta er gott framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og þá sérstaklega að fá svona flotta konu eins og Ligia Amadio stjórnanda,“ segir Anna Þorvaldsdóttir tónskáld en í kvöld verða sérstakir kvennatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á efnisskrá tónleikanna er píanókonsertinn Slátta eftir Jórunni Viðar, Dreymi eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Gelíska sinfónían eftir bandaríska tónskáldið Amy Beach. Einleikari í Sláttu verður Ástríður Alda Sigurðardóttir, sem er á meðal okkar helstu píanóleikara af yngri kynslóðinni.Þurfum fyrirmyndir Anna Þorvaldsdóttir segir að Ligia sé bæði frábær stjórnandi og brautryðjandi fyrir konur á þessum vettvangi og reyndar alveg sérstaklega í Suður-Ameríku. Ligia er frá Brasilíu og starfar sem aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Bogotá í Kólumbíu. „Konum er vissulega aðeins að fjölga á meðal hljómsveitarstjóra en það gerist hægt. Helst til of hægt í rauninni. Málið er að ungar konur þurfa fyrirmyndir til þess að sjá að þetta er hægt – sjá að þær geta fetað þessa braut. Hið sama gildir um tónskáldin. Þegar ég var að byrja sem tónskáld þá reyndi ég vissulega að finna slíkar fyrirmyndir en það er ekki mikið flutt af verkum kventónskálda. En þetta er að verða meira og meira og það skiptir miklu máli. Það er samt erfitt fyrir mig að meta það hvort ég sé fyrirmynd í augum yngri kvenna sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig tónsmíðar. En ég vinn mikið og reyni að vera góð fyrirmynd.“Verðlaunin lífga tónlistina Anna hlaut nýverið hin virtu Marie-Josée Kravis Prize for New Music sem Fílharmónían í New York veitir. „Vissulega finn ég að verðlaun sem þessi skipta máli enda er eftir þeim tekið. Í grunninn er það samt tónlistin sem er hið eiginlega framlag og skiptir mestu máli og það er fullt af fólki að gera góða hluti í heimi tónlistarinnar í dag. Ég lít því á verðlaun sem ákveðna vegsemd fyrir tónlistina. Auðvitað er þetta mikil hvatning fyrir mig og þá ekki síst að fá að vinna með Fílharmóníusveitinni í New York. Það gerir tónlistinni minni fært að lifna við og það er það dýrmætasta í þessu og að það skuli verið að vinna með nýja tónlist á þessum vettvangi. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur einmitt verið mikið í að flytja nýja tónlist og er í raun á meðal hljómsveita sem eru í fararbroddi í heiminum í þessum efnum.“Sérstök upplifun Anna segir að þótt hún búi í Reykjavík sé hún óneitanlega mikið á faraldsfæti vegna starfsins. „Ég ferðast mikið til bæði Bandaríkjanna og Evrópu. Vinn með ýmsum hópum og skemmtilegu fólki en ég þarf að passa mig að hafa tíma til þess að semja. Mér finnst líka mikilvægt að vera hluti af flutningi verkanna. Vil kynnast flytjendum hverju sinni og finn líka að þau vilja heyra í mér. Þessi æfingatími fyrir flutninginn á verkunum er alltaf sérstök upplifun sem mér finnst vera mikilvægur hluti af þessu. Þannig nýt ég þess að vinna og fylgjast með stjórnanda koma með ferska nálgun – eins og til að mynda hjá Ligia á tónleikum kvöldsins.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið