Tugir sitja uppi með ónýtta fjárfestingu 19. júní 2015 07:00 Makrílveiðar smábáta víða um land hafa gefist vel. mynd/jónjónsson örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
örn pálsson Kvótasetning á makrílveiðar smábáta þýðir að meirihluti þeirra sjómanna sem hafa veitt makríl hafa ekkert erindi á sjó og sitja þeir uppi með milljóna fjárfestingu ónýtta. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir yfir fullkomnu vantrausti á embættisfærslu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra og segir vinnubrögð hans forkastanleg. „Ég er með á skrá makrílafla af 164 bátum frá upphafi veiðanna. Rúmlega helmingur af úthlutuðum kvóta, eða 55%, færi til 24 báta. Fjölmargir eru því með fjárfestingu sem brennur inni, enda ekki farandi af stað á veiðar fyrir einhvern skítaslatta,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og bætir við: „Það er verið að gefa smábátasjómönnum þau skilaboð að þeir vilji ekki sjá smábáta á makrílveiðum. Þetta er ekkert flókið.“ Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki; að fengnu veiðileyfi eru viðkomandi sjómanni heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti sem var í fyrra 4,9% af heildarafla. Nú liggur fyrir frumvarp um stjórn veiða á makríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka – sóknarmark aflagt og í þess stað úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. Reglugerð um makrílveiðar, sem sett var til eins árs, rennur í sama farvegi. Þessum tillögum mótmælti LS frá byrjun. Þetta er nú staðreynd, segir Örn, sem bætir við að öll stjórn LS, sem telur 16 menn frá félögum allt í kringum landið, standi einhuga að baki vantraustsyfirlýsingunni í garð ráðherra – sem sýni alvöru málsins. „Það er enginn að segja að ráðherra hafi ekki lögin sín megin, en þegar menn fara með mikil völd verða menn að fara vel með þau,“ segir Örn. Í upphafi tóku fáir smábátar þátt í makrílveiðum en eftir góða veiði 2012 hefur bátum fjölgað hratt, alls hafði 121 bátur leyfi til veiðanna í fyrra. Því er í mörgum tilfellum staða sjómanna þannig að þeir hafa fjárfest í veiðitækjum en hafa litla veiðireynslu. Áætlar Örn að sú fjárfesting hlaupi á sex til átta milljónum á hverja útgerð – sem nú nýtist ekki og setji sjómenn í mikinn vanda.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira