Óskalandið sviðin Jörð Gísli Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun