Hollenska stúlkan farin heim til föður síns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamálið hér á landi í lengri tíma. Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“
Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36