Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Snærós Sindradóttir skrifar 23. júlí 2015 07:00 Þórólfur Matthíasson „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira