Menning

Bestu þýddu glæpa-sögurnar á íslensku

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Verðlaunin Ísnálin (The IcePick) eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem góð saga og góð þýðing fara saman. Þessi verk eru tilnefnd í ár:

Afturgangan (Gjenferd) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar.

Alex (Alex) eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafnssonar.

Blóð í snjónum (Blod på snø) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar.

Konan í lestinni (The Girl on the Train) eftir Paulu Hawkins í þýðingu Bjarna Jónssonar.

Syndlaus (I grunden utan skuld) eftir Vivecu Sten í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur.

Þetta er annað árið sem verðlaunin verða veitt en að þeim standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.