Innlent

Handtekin með 13 kíló af heróíni: Engin beiðni borist utanríkisráðuneytinu

Snærós Sindradóttir skrifar
Efnin sem fundust í húsinu eru talin mjög hrein og virði mörg hundruð milljóna króna.
Efnin sem fundust í húsinu eru talin mjög hrein og virði mörg hundruð milljóna króna. Fréttablaðið/Anton Brink
Þrítug íslensk kona, Kolbrún Ómarsdóttir, var handtekin í Melling á Englandi þann 7. júlí síðastliðinn fyrir vörslu eiturlyfja og peningaþvætti. Konan var handtekin ásamt þremur breskum körlum.

Það voru breskir fjölmiðlar sem fyrstir sögðu fréttir af málinu og nafngreindu konuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Merseyside, sem fer með málið, kemur fram að fjórmenningarnir hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í húsi við Rainbow Drive í þorpinu sem er nálægt Liverpool.

Við handtökuna fundust þrettán kíló af heróíni og ein milljón breskra punda í reiðufé, sem samsvarar rúmum 208 milljónum íslenskra króna.

Í samtali við Fréttablaðið staðfesti Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að ráðuneytið vissi af málinu en engin formleg beiðni hefði borist um afskipti af málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×