Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Af ótta við fyrrverandi sambýlismann sinn flutti Ásdís Hrönn Viðarsdóttir til Þórshafnar árið 2012. Fréttablaðið/anton „Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“ Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“
Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33
„Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“