Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Af ótta við fyrrverandi sambýlismann sinn flutti Ásdís Hrönn Viðarsdóttir til Þórshafnar árið 2012. Fréttablaðið/anton „Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“ Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“
Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33
„Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15