Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent vegna gerðardóms Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 21:07 Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari. Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hækka um ellefu prósent eftir úrskurð gerðardóms í kjaradeilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Mikill hiti var í fundarmönnum á miðstjórnarfundi ASÍ í dag sem telja að það stefni í stórslys á vinnumarkaði ef ekki náist að lenda málinu í haust. Hægt er að segja samningum lausum í febrúar ef forsendur þeirra standast ekki.Samningar framhaldsskólakennarar bruna framúrFramhaldsskólakennarar fá sjálfvirka ellefu prósenta launahækkun eftir úrskurð Gerðardóms vegna ákvæðis í kjarasamningum þeirra um aðrar stéttir hækki ekki umfram þá. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að samningar þeirra séu nú metnir á 45 prósent hækkun meðan kostnaðarmat á almennum vinnumarkaði sé átján prósenta hækkun til fjögurra ára. Þá séu háskólamenn að fá svipaðar launahækkanir á tveimur árum og hinir á fjórum.Fólki er almennt misboðiðSigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það sama hafi gerst 2013, þegar ríkið hafi samið um miklu meiri hækkanir eftir að samið hafði verið um launahækkanir á almennum vinnumarkaði. „Ég er alveg sannfærður um það að fólki er almennt misboðið, vegna þess, hvernig kjarasamningar eru almennt teknir hver á fætur öðrum og hrúgað ofan á það, sem þeir fá sem lægstu launin hafa,“ segir Sigurður. „Ég er ekki í vafa um það að fólk telji sig eiga inni miðað við þessa stöðu.“Enginn sigurvegariGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sest verði yfir málið í haust og ekki sé útséð um lausn áður en allt fer í bál og brand í febrúar. Það sé þó stjórnvalda að svara því af hverju svona hafi verið staðið að málum. Hann bendir á að í úrskurði gerðardóms séu ríflegar launahækkanir umfram forsendur almennra samninga. Þá meti gerðardómur samninga ASÍ á 24 prósent þegar átján prósent séu nærri lagi. Hann segir að ríkið hafi gengið á undan og búið til sjálfvirkar tengingar við launahækkanir. Ríkið sé semsagt að búa til ákvæði sem hafi búið til ástand sem ekki sjái fyrir endann á. Hann segir að ræða verði málið á breiðum grundvelli. Út úr þessu höfrungahlaupi launahækkana komi enginn sem sigurvegari.
Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira