Erlent

Datt viljandi og reyndi að fá bætur - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Dramatískt fall Demspey hefst svona.
Dramatískt fall Demspey hefst svona.
Louis Dempsey hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að detta með tilþrifum á gólf Asden verslunar í Bretlandi. Á myndbandi af atvikinu má sjá hvernig Dempsey horfir í kringum sig haldandi á körfu, áður en hann lætur sig detta.

Hann höfðaði skaðabótamál gegn versluninni og fór fram á ellefu þúsund pund í miskabætur. Dempsey sagðist finna fyrir verkjum í baki, hálsi og höfði og að hann hefði hlotið tilfinningalegan skaða vegna fallsins.

Hann hélt því fram að hann hefði runnið til í polli vegna vatnsleka úr lofti verslunarinnar.

Samkvæmt Sky News sendi Asda myndband af atvikinu til lögmanns Dempsey, eftir að hann lagði fram kröfuna. Þar má sjá hvernig hann gengur yfir sama blettinn og virðist vera að skipuleggja fallið.

Lögmaðurinn hafði aldrei samband aftur og krafan var aldrei dregin til baka. Því höfðu forsvarsmenn Asda samband við lögregluna. Fyrr í þessum mánuði var Dempsey svo dæmdur fyrir svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×