Lífið

Sean Kingston kemur fram á balli hjá Versló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þá má gera ráð fyrir að það seljist upp á þetta ball.
Þá má gera ráð fyrir að það seljist upp á þetta ball. vísir/getty
Bandaríski rapparinn Sean Kingston mun koma frá fram á balli Verzlunarskóla Íslands í nóvember. Þetta staðfestir Styrmir Elí Ingólfsson, forseti nemendafélagsins, í samtali við Nútímann.

Ballið fer fram í Vodafone-höllinni þann 10. nóvember.

„Fyrir busaballið okkar 10. september myndaðist orðrómur í skólanum um að Sean Kingston væri að koma og spila eftir að þetta tíst birtist á Twitter,“ segir hann og vísar í tíst sem sjá má hér að neðan.

Kingston er heimsþekktur og hvað þekktastur fyrir lögin Beautiful Girls, Beat it og Fire Burning

„Strákurinn sem birti þetta tíst var einfaldlega að grínast á þeim tíma en eftir þetta þá ákváðum við í stjórn NFVÍ að athuga hvort þetta gæti gengið upp,“ segir Styrmir.

„Við búumst við því að það muni seljast upp á ballið mjög hratt enda teljum við að þetta sé frægasti tónlistarmaður sem hefur spilað á menntaskólaballi hér á landi,“ segir hann við Nútímann.



Auglýsing frá Verzló








Fleiri fréttir

Sjá meira


×