Ferðabókaútgáfan Lonely Planet hefur birt lista yfir áhugaverðustu áfangastaði heims á næsta ári og er Vesturland á meðal þeirra staða sem mælt er með að ferðamenn heimsæki.
Í umfjöllun á vef Lonely Planet kemur fram að Vesturland hafi upp á margt af því að bjóða sem sé einstakt fyrir Ísland, meðal annars jökla, hraunbreiður og fossa, og það aðeins í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík.
Í tilkynningu segir Kristján Guðmundsson, forstöðumaður markaðsstofu Vesturlands, þetta mikla viðurkenningu fyrir landshlutann.
„Það eru fyrirtækin á svæðinu sem eiga heiðurinn af þessu. Nýsköpun á svæðinu hefur verið mikil síðastliðið ár og þjónustustig er að hækka.”
Á meðal annarra áfangastaða á lista Lonely Planet yfir áhugaverði áfangastaði fyrir næsta ár eru Transylvanía í Rúmeníu, Bæjaraland í Þýskalandi og Hawaii.
Fyrr á þessu ári valdi Lonely Planet Akureyri sem áhugaverðasta áfangastað sumarsins 2015 í Evrópu svo það virðist vera sem að höfundar hjá Lonely Planet kunni að meta Ísland.
Lonely Planet velur Vesturland sem einn af áhugaverðustu áfangastöðunum

Tengdar fréttir

Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta
Lengstu ísgöng í Evrópu, djúpt í Langjökli, verða opnuð ferðafólki í júní. Mikil sprunga í jöklinum „fannst“ við gröftinn og verður eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári.

Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið
Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu.

Akureyri besti áfangastaðurinn í Evrópu að mati Lonely Planet
Ferðavefurinn segir kjörið að heimsækja bæinn í sumar.