Erlent

Misstu stjórn á loftskipi - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Skipið brotlenti þó á endanum og enginn slasaðist, en um 27 þúsund manns þurftu að eiga við rafmagnsleysi um stund.
Skipið brotlenti þó á endanum og enginn slasaðist, en um 27 þúsund manns þurftu að eiga við rafmagnsleysi um stund. Vísir/EPA
Ómannað loftskip frá bandaríska hernum útbúið viðkvæmum og leynilegum njósnabúnaði, losnaði frá jörðu í Pennylvania í gærkvöld. Skipið sveif yfir landinu og olli rafmangsleysi víða þegar festingarlínur þess slógust í rafmagnslínur. Tvær orrustuþotur fylgdu loftskipinu þar sem óttast var að það myndi ógna flugumferð.

Það brotlenti þó á endanum og enginn slasaðist. Herinn segir að aldrei hafi staðið til að skjóta loftbelginn niður. Ekki liggur fyrir hvers vegna skipið losnaði, en veður var slæmt á svæðinu þegar það gerðist. Þá á skipið að dæla út lofti sjálfkrafa þegar það losnar, en sá búnaður fór ekki í gang.

Umrætt lofskip nefnist JLESN og er útbúið radartækni. Þau eru notuð til að finna flugvélar á flugi og jafnvel flugskeyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×