Orðusvipting óháð mögulegu framboði Ólafs Ragnars til endurkjörs Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2015 12:55 Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira