Þjóðarskömm Ingimundur Gíslason skrifar 9. desember 2015 07:00 Ævilíkur Íslendinga nú eru 82,1 ár samkvæmt nýlegum tölum frá embætti landlæknis. Í nýrri skýrslu frá sama embætti má lesa að miðgildi biðtíma eftir augasteinsaðgerð sé 39 vikur. Heildarfjöldi (fjöldi augna) á biðlista fyrir sömu aðgerð var 3.895 í október 2015. Aðalástæða augasteinsaðgerðar er ský á augasteini sem veldur verulegri sjónskerðingu og lélegum lífsgæðum. Á Vesturlöndum er ský á augasteini sjúkdómur gamla fólksins og eykst tíðni hans verulega með hækkandi aldri. Um áttrætt er helmingur fólks kominn með sjúkdóminn og í mörgum tilvikum er þá blinda bein afleiðing hans. Lækning felst í skurðaðgerð þar sem augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur inn í augað í hans stað. Að öllu jöfnu tekur aðgerðin sjálf fimm til tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni. Árangur er oftast mjög góður og margir fá fulla sjón á viðgerða auganu. Má með sanni segja að augasteinsaðgerð sé ein best heppnaða aðgerð læknisfræðinnar hvað varðar árangur miðað við kostnað. Það er Íslendingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Áttræð manneskja á ekki mörg ár eftir og því er ansi nöturlegt til þess að hugsa að hún verði ekki sæmilega sjáandi til æviloka. Við Íslendingar sýnum ekki gamla fólkinu næga virðingu, eins og margar aðrar þjóðir gera, og þetta sem hér að ofan er lýst er ein birtingarmynd þess. Þetta fólk á langa starfsævi að baki og hefur þá greitt sína skatta og gjöld. Fyrir þá sem sífellt eru að býsnast út af kostnaði við heilbrigðisþjónustu má benda á að oft léttir nýja sjónin fólki lífið og öll umönnun verður auðveldari og um leið ódýrari. Almannatryggingar voru hugsaðar sem ein grunnstoð samfélagins. Nú eru komnir brestir í þessa stoð. Ef þú átt peninga getur þú oft borgað aðgerðina að fullu og stytt þannig biðtímann fyrir sjálfan þig. Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ævilíkur Íslendinga nú eru 82,1 ár samkvæmt nýlegum tölum frá embætti landlæknis. Í nýrri skýrslu frá sama embætti má lesa að miðgildi biðtíma eftir augasteinsaðgerð sé 39 vikur. Heildarfjöldi (fjöldi augna) á biðlista fyrir sömu aðgerð var 3.895 í október 2015. Aðalástæða augasteinsaðgerðar er ský á augasteini sem veldur verulegri sjónskerðingu og lélegum lífsgæðum. Á Vesturlöndum er ský á augasteini sjúkdómur gamla fólksins og eykst tíðni hans verulega með hækkandi aldri. Um áttrætt er helmingur fólks kominn með sjúkdóminn og í mörgum tilvikum er þá blinda bein afleiðing hans. Lækning felst í skurðaðgerð þar sem augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur inn í augað í hans stað. Að öllu jöfnu tekur aðgerðin sjálf fimm til tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni. Árangur er oftast mjög góður og margir fá fulla sjón á viðgerða auganu. Má með sanni segja að augasteinsaðgerð sé ein best heppnaða aðgerð læknisfræðinnar hvað varðar árangur miðað við kostnað. Það er Íslendingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Áttræð manneskja á ekki mörg ár eftir og því er ansi nöturlegt til þess að hugsa að hún verði ekki sæmilega sjáandi til æviloka. Við Íslendingar sýnum ekki gamla fólkinu næga virðingu, eins og margar aðrar þjóðir gera, og þetta sem hér að ofan er lýst er ein birtingarmynd þess. Þetta fólk á langa starfsævi að baki og hefur þá greitt sína skatta og gjöld. Fyrir þá sem sífellt eru að býsnast út af kostnaði við heilbrigðisþjónustu má benda á að oft léttir nýja sjónin fólki lífið og öll umönnun verður auðveldari og um leið ódýrari. Almannatryggingar voru hugsaðar sem ein grunnstoð samfélagins. Nú eru komnir brestir í þessa stoð. Ef þú átt peninga getur þú oft borgað aðgerðina að fullu og stytt þannig biðtímann fyrir sjálfan þig. Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar