Íslam fordæmir hryðjuverkastarfsemi Mansoor Ahmad Malik skrifar 9. desember 2015 07:00 Nýlegar árásir í París eða hvar sem er annars staðar í heiminum eins og í Líbanon, Malí og áframhaldandi stríðið í Sýrlandi o.s.frv. sem leiða til þess að saklaust fólk lætur lífið eru gríðarlega villimannlegar og algjörlega gegn kenningum Íslams. Hinn heilagi Kóran kennir á skýran hátt að sé jafnvel ein saklaus manneskja drepin er það í eðli sínu líkt því að drepa allt mannkynið. Hinn fjórði kalífi Alheimssamfélags Ahmadiyya múslima skrifaði í bók sinni Morð í nafni Allah:„Hvað Íslam varðar hafnar það algjörlega og fordæmir hvers kyns hryðjuverkastarfsemi. Það veitir ekkert skjól eða réttlætingu á neinu ofbeldi, hvort sem það er framið af einstaklingi, hópi eða ríkisstjórn?… Ég fordæmi harðlega öll verk og hætti hryðjuverkastarfsemi því það er mín bjargfasta skoðun að ekki einungis Íslam heldur geta einnig engin sönn trúarbrögð, hverju nafni sem þau nefnast, samþykkt ofbeldi og blóðsúthellingar saklausra manna, kvenna og barna í nafni Guðs.“ Þess vegna, ef einhver lýsir því yfir að hann komi fram fyrir hönd Íslams og hegðar sér í andstöðu við hinar sönnu og friðsömu kenningar Íslams þá myndi hið menntaða fólk samfélagsins vita að slíkt fólk er einungis fulltrúi eigin illra fýsna sinna og áforma. Sumt fólk myndi færa rök fyrir því að Íslam styðji ofbeldi og máli sínu til stuðnings myndi það setja fram hina íslömsku hugmynd um Jihad. Hin íslamska hugmynd um Jihad er ein sú mest misskilda hugmynd, ekki aðeins meðal þeirra sem ekki eru múslimar, heldur einnig af tilteknum „fræðimönnum“ múslima. Spámaðurinn Múhameð (friður sé með honum) lýsti sig spámann árið 610 e.Kr. Hann eyddi næstu 13 árum í Mekka þar sem hann gekk í gegnum geysilegar ofsóknir af hendi íbúa Mekka fyrir þann eina „glæp“ að trúa á einn Guð. Eftir 13 ár þegar þessar grimmilegu ofsóknir tóku engan endi flutti hann til Madinah þar sem hann var einróma samþykktur sem leiðtogi Madinah af múslimum, gyðingum og öllum hinum íbúum Madinah. Í ósætti sínu við velgengni Spámannsins Múhameð gerðu íbúar Mekka árás á Madinah. Þeir ákváðu að elta og ofsækja Múhameð Spámann og fylgjendur hans í borg sem var í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Múslimar trúa og Kóraninn staðfestir að þetta hafi verið sá tími þegar Guð veitti múslimum leyfi til að verja sig líkamlega í fyrsta sinn. Leyfi til að verja ekki einungis þá sjálfa heldur einnig kristna, gyðinga og trúarbrögð almennt.„Leyfi til að berjast er veitt þeim sem stríð er háð gegn vegna þess að þeir hafa verið beittir órétti – og Allah hefur sannarlega vald til að hjálpa þeim – þeir sem hafa verið hraktir burt af heimilum sínum á óréttmætan hátt einungis vegna þess að þeir sögðu ‚Drottinn okkar er Allah‘ – og ef Allah hefði ekki hrakið suma menn á brott gegnum aðgerðir annarra, þá hefðu klaustur og kirkjur og samkomuhús og moskur, þar sem nafns Allah er oft minnst, sannarlega verið rifin niður. Og víst mun Allah hjálpa þeim sem hjálpar Honum. Allah er vissulega máttugur og voldugur.“ (Hinn Heilagi Kóran, kafli 22:40-41)Þrjár tegundir Jihad Jihad er arabískt orð sem þýðir að leitast við, að kappkosta og keppa að ákveðnum málstað. Þetta eru þrjár tegundir Jihad. 1. Hið æðsta Jihad – ferli baráttunnar innra með sjálfum sér, viðleitnin við að hreinsa sjálfan sig, baráttan gegn eigin illum tilhneigingum, baráttan við að vera siðferðilegur, hógvær, auðmjúkur, góður, kærleiksríkur, hjálpsamur og allir aðrir góðir eiginleikar sem maður getur hugsað sér. 2. Hið mikla Jihad – að breiða út hinn sanna boðskap og kenningu Íslams. Kóraninn kennir hins vegar á skýran hátt að það er engin nauðung í málefnum trúarbragða (Hinn heilagi Kóran, kafli 2:257). Allir eru frjálsir að því að kjósa hvort þeir trúi eða trúi ekki, það er engin nauðung. 3. Hið lægra Jihad – hið lægsta stig Jihad, hið líkamlega Jihad. Íslam heimilar þetta hins vegar eingöngu í því skyni að „verja“ sig í vissum kringumstæðum, ekki til að „ráðast á“ eða „meiða“ nokkurn. Ef manneskja vill ráðast á þig, eyðileggja heimili þitt, meiða eða jafnvel drepa börn þín og ástvini, myndir þú standa hjá og horfa á þá fremja slíkt? Víst myndirðu verja þig. Á sama hátt kennir Íslam þolinmæði fyrst og að grípa til sjálfsvarnar ef allt um þrýtur.Hræsnin í aðgerðum hryðjuverkamanna Þetta er hræsnin sem finnst í aðgerðum þessara hryðjuverkamanna sem eru eignaðar Íslam, en þó gætu aðgerðir þeirra ekki verið lengra frá hinum sönnu kenningum Íslams. Á þessum tímum er Ahmadiyya múslimasamfélagið það samfélag þar sem lengst hefur verið við lýði kalífadómur, eða frá árinu 1908. Það er það samfélag sem mestrar einingar nýtur meðal múslimasamfélaga á heimsvísu undir einum kalífa með deildum í yfir 200 löndum og fjölda meðlima sem telur tugi milljóna. Stofnandinn og kalífar Ahmadiyya múslimasamfélagsins hafa ávallt fordæmt hryðjuverkastarfsemi og ávallt stutt samtal milli trúarbragða, gagnkvæman skilning og friðsamlega sambúð um leið og virðing er borin fyrir trú annarra almennt og þetta er eina leiðin fram á við. Hinn sanni boðskapur Íslams kemur til varnar öðrum trúarbrögðum og guðshúsum þeirra og hefur engan stað fyrir þá sem ávallt eru reiðubúnir að eyðileggja aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nýlegar árásir í París eða hvar sem er annars staðar í heiminum eins og í Líbanon, Malí og áframhaldandi stríðið í Sýrlandi o.s.frv. sem leiða til þess að saklaust fólk lætur lífið eru gríðarlega villimannlegar og algjörlega gegn kenningum Íslams. Hinn heilagi Kóran kennir á skýran hátt að sé jafnvel ein saklaus manneskja drepin er það í eðli sínu líkt því að drepa allt mannkynið. Hinn fjórði kalífi Alheimssamfélags Ahmadiyya múslima skrifaði í bók sinni Morð í nafni Allah:„Hvað Íslam varðar hafnar það algjörlega og fordæmir hvers kyns hryðjuverkastarfsemi. Það veitir ekkert skjól eða réttlætingu á neinu ofbeldi, hvort sem það er framið af einstaklingi, hópi eða ríkisstjórn?… Ég fordæmi harðlega öll verk og hætti hryðjuverkastarfsemi því það er mín bjargfasta skoðun að ekki einungis Íslam heldur geta einnig engin sönn trúarbrögð, hverju nafni sem þau nefnast, samþykkt ofbeldi og blóðsúthellingar saklausra manna, kvenna og barna í nafni Guðs.“ Þess vegna, ef einhver lýsir því yfir að hann komi fram fyrir hönd Íslams og hegðar sér í andstöðu við hinar sönnu og friðsömu kenningar Íslams þá myndi hið menntaða fólk samfélagsins vita að slíkt fólk er einungis fulltrúi eigin illra fýsna sinna og áforma. Sumt fólk myndi færa rök fyrir því að Íslam styðji ofbeldi og máli sínu til stuðnings myndi það setja fram hina íslömsku hugmynd um Jihad. Hin íslamska hugmynd um Jihad er ein sú mest misskilda hugmynd, ekki aðeins meðal þeirra sem ekki eru múslimar, heldur einnig af tilteknum „fræðimönnum“ múslima. Spámaðurinn Múhameð (friður sé með honum) lýsti sig spámann árið 610 e.Kr. Hann eyddi næstu 13 árum í Mekka þar sem hann gekk í gegnum geysilegar ofsóknir af hendi íbúa Mekka fyrir þann eina „glæp“ að trúa á einn Guð. Eftir 13 ár þegar þessar grimmilegu ofsóknir tóku engan endi flutti hann til Madinah þar sem hann var einróma samþykktur sem leiðtogi Madinah af múslimum, gyðingum og öllum hinum íbúum Madinah. Í ósætti sínu við velgengni Spámannsins Múhameð gerðu íbúar Mekka árás á Madinah. Þeir ákváðu að elta og ofsækja Múhameð Spámann og fylgjendur hans í borg sem var í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Múslimar trúa og Kóraninn staðfestir að þetta hafi verið sá tími þegar Guð veitti múslimum leyfi til að verja sig líkamlega í fyrsta sinn. Leyfi til að verja ekki einungis þá sjálfa heldur einnig kristna, gyðinga og trúarbrögð almennt.„Leyfi til að berjast er veitt þeim sem stríð er háð gegn vegna þess að þeir hafa verið beittir órétti – og Allah hefur sannarlega vald til að hjálpa þeim – þeir sem hafa verið hraktir burt af heimilum sínum á óréttmætan hátt einungis vegna þess að þeir sögðu ‚Drottinn okkar er Allah‘ – og ef Allah hefði ekki hrakið suma menn á brott gegnum aðgerðir annarra, þá hefðu klaustur og kirkjur og samkomuhús og moskur, þar sem nafns Allah er oft minnst, sannarlega verið rifin niður. Og víst mun Allah hjálpa þeim sem hjálpar Honum. Allah er vissulega máttugur og voldugur.“ (Hinn Heilagi Kóran, kafli 22:40-41)Þrjár tegundir Jihad Jihad er arabískt orð sem þýðir að leitast við, að kappkosta og keppa að ákveðnum málstað. Þetta eru þrjár tegundir Jihad. 1. Hið æðsta Jihad – ferli baráttunnar innra með sjálfum sér, viðleitnin við að hreinsa sjálfan sig, baráttan gegn eigin illum tilhneigingum, baráttan við að vera siðferðilegur, hógvær, auðmjúkur, góður, kærleiksríkur, hjálpsamur og allir aðrir góðir eiginleikar sem maður getur hugsað sér. 2. Hið mikla Jihad – að breiða út hinn sanna boðskap og kenningu Íslams. Kóraninn kennir hins vegar á skýran hátt að það er engin nauðung í málefnum trúarbragða (Hinn heilagi Kóran, kafli 2:257). Allir eru frjálsir að því að kjósa hvort þeir trúi eða trúi ekki, það er engin nauðung. 3. Hið lægra Jihad – hið lægsta stig Jihad, hið líkamlega Jihad. Íslam heimilar þetta hins vegar eingöngu í því skyni að „verja“ sig í vissum kringumstæðum, ekki til að „ráðast á“ eða „meiða“ nokkurn. Ef manneskja vill ráðast á þig, eyðileggja heimili þitt, meiða eða jafnvel drepa börn þín og ástvini, myndir þú standa hjá og horfa á þá fremja slíkt? Víst myndirðu verja þig. Á sama hátt kennir Íslam þolinmæði fyrst og að grípa til sjálfsvarnar ef allt um þrýtur.Hræsnin í aðgerðum hryðjuverkamanna Þetta er hræsnin sem finnst í aðgerðum þessara hryðjuverkamanna sem eru eignaðar Íslam, en þó gætu aðgerðir þeirra ekki verið lengra frá hinum sönnu kenningum Íslams. Á þessum tímum er Ahmadiyya múslimasamfélagið það samfélag þar sem lengst hefur verið við lýði kalífadómur, eða frá árinu 1908. Það er það samfélag sem mestrar einingar nýtur meðal múslimasamfélaga á heimsvísu undir einum kalífa með deildum í yfir 200 löndum og fjölda meðlima sem telur tugi milljóna. Stofnandinn og kalífar Ahmadiyya múslimasamfélagsins hafa ávallt fordæmt hryðjuverkastarfsemi og ávallt stutt samtal milli trúarbragða, gagnkvæman skilning og friðsamlega sambúð um leið og virðing er borin fyrir trú annarra almennt og þetta er eina leiðin fram á við. Hinn sanni boðskapur Íslams kemur til varnar öðrum trúarbrögðum og guðshúsum þeirra og hefur engan stað fyrir þá sem ávallt eru reiðubúnir að eyðileggja aðra.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar