Kirkja og skóli í sögu og samtíð Þórhallur Heimisson skrifar 9. desember 2015 07:00 Eins og gjarnan á aðventu fer nú fram mikil umræða um samskipti kirkju og skóla. Sitt sýnist hverjum, en oft virðast menn ekki gera sér grein fyrir hversu sterk tengsl skóla, kirkju og fræðslu eru í sögulegu samhengi hér á landi. Er vert að rifja það upp í tilefni þessarar umræðu. Öld kristninnar gekk í garð á Íslandi þúsund árum eftir hin fyrstu jól í Betlehem sem börnin syngja um í sunnudagaskólunum á aðventunni. Þá urðu þessi miklu tímamót hér hjá okkur, þegar forfeður okkar tóku kristna trú. Reyndar var það ekki svo að hér hafi búið heiðin þjóð fyrir kristnitökuna. Nei, þvert á móti, stór hluti landnámsmanna var frá upphafi kristinnar trúar, bæði írskir forfeður okkar og skandinavískir menn sem höfðu tekið trú frá ferðum sínum.Menningarleg bylting Kristnin var ekki eingöngu átrúnaður. Hún var líka menningarleg bylting. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bókaþjóð, eins og við urðum og erum og viljum halda áfram að vera enn í dag. Kristnitakan olli þannig straumhvörfum í sögu Íslendinga – rétt eins og í sögu allra þeirra þjóða sem kristinn átrúnaður hefur snortið. Með kristninni fylgdu bækur og skólar og tengsl við menntastofnanir um alla Evrópu. Þannig voru fyrstu skólar landsins á vegum kirkjunnar. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu eins og tíðkaðist við dómkirkjur víða í Evrópu á þessum tíma. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Hólar voru um aldir aðal menntasetur Norðlendinga. Um leið héldu Íslendingar til náms erlendis við háskóla um alla Evrópu og tengdust þannig evrópskum straumum og menningu. Í lok miðalda störfuðu hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnuklaustur. Þar var og unnið líknarstarf, þar dvaldi gjarnan aldrað fólk og þangað leitaði fátækt farandfólk. En um leið voru klaustrin miðstöðvar bóklegrar menntar. Þeim getum við þakkað flest það sem við höfum talið dýrmætast í íslenskri bókmennta- og menningararfleifð.Mótuðu bernskuspor barnaskóla Kirkjan hafði þannig forystu um fræðslu fram eftir öldum. Með lúterskum sið óx áherslan á almennan lestur. Með þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu bjargaði kirkjan íslenskunni. Og þegar barnaskólar ruddu sér til rúms, þá voru það prestar sem höfðu forystu um stofnun þeirra. Sem dæmi má nefna einn elsta skóla landsins, barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hófst kennsla árið 1852 fyrir forgöngu séra Páls Ingimundarsonar. Annað dæmi um frumkvöðlastarf presta er barnaskólinn í Garði er var stofnaður 1872 – en stofnandi hans var séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen. Árið 1877 var Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stofnaður, upphaflega sem barnaskóli. Það var séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum á Álftanesi, sem stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar. Kennaraskólinn var síðan stofnaður 1907. Fyrsti rektor hans var séra Magnús Helgason, en hann var rektor til 1929. Þannig mótuðu prestar bernskuspor barnaskóla hér á landi og ruddu leiðina fyrir menntun almennings. Og þannig er skólastarfið sprottið úr jarðvegi kirkjunnar hér á landi og þeirrar menningarbyltingar sem varð á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Eins og gjarnan á aðventu fer nú fram mikil umræða um samskipti kirkju og skóla. Sitt sýnist hverjum, en oft virðast menn ekki gera sér grein fyrir hversu sterk tengsl skóla, kirkju og fræðslu eru í sögulegu samhengi hér á landi. Er vert að rifja það upp í tilefni þessarar umræðu. Öld kristninnar gekk í garð á Íslandi þúsund árum eftir hin fyrstu jól í Betlehem sem börnin syngja um í sunnudagaskólunum á aðventunni. Þá urðu þessi miklu tímamót hér hjá okkur, þegar forfeður okkar tóku kristna trú. Reyndar var það ekki svo að hér hafi búið heiðin þjóð fyrir kristnitökuna. Nei, þvert á móti, stór hluti landnámsmanna var frá upphafi kristinnar trúar, bæði írskir forfeður okkar og skandinavískir menn sem höfðu tekið trú frá ferðum sínum.Menningarleg bylting Kristnin var ekki eingöngu átrúnaður. Hún var líka menningarleg bylting. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bókaþjóð, eins og við urðum og erum og viljum halda áfram að vera enn í dag. Kristnitakan olli þannig straumhvörfum í sögu Íslendinga – rétt eins og í sögu allra þeirra þjóða sem kristinn átrúnaður hefur snortið. Með kristninni fylgdu bækur og skólar og tengsl við menntastofnanir um alla Evrópu. Þannig voru fyrstu skólar landsins á vegum kirkjunnar. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu eins og tíðkaðist við dómkirkjur víða í Evrópu á þessum tíma. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Hólar voru um aldir aðal menntasetur Norðlendinga. Um leið héldu Íslendingar til náms erlendis við háskóla um alla Evrópu og tengdust þannig evrópskum straumum og menningu. Í lok miðalda störfuðu hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnuklaustur. Þar var og unnið líknarstarf, þar dvaldi gjarnan aldrað fólk og þangað leitaði fátækt farandfólk. En um leið voru klaustrin miðstöðvar bóklegrar menntar. Þeim getum við þakkað flest það sem við höfum talið dýrmætast í íslenskri bókmennta- og menningararfleifð.Mótuðu bernskuspor barnaskóla Kirkjan hafði þannig forystu um fræðslu fram eftir öldum. Með lúterskum sið óx áherslan á almennan lestur. Með þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu bjargaði kirkjan íslenskunni. Og þegar barnaskólar ruddu sér til rúms, þá voru það prestar sem höfðu forystu um stofnun þeirra. Sem dæmi má nefna einn elsta skóla landsins, barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hófst kennsla árið 1852 fyrir forgöngu séra Páls Ingimundarsonar. Annað dæmi um frumkvöðlastarf presta er barnaskólinn í Garði er var stofnaður 1872 – en stofnandi hans var séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen. Árið 1877 var Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stofnaður, upphaflega sem barnaskóli. Það var séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum á Álftanesi, sem stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar. Kennaraskólinn var síðan stofnaður 1907. Fyrsti rektor hans var séra Magnús Helgason, en hann var rektor til 1929. Þannig mótuðu prestar bernskuspor barnaskóla hér á landi og ruddu leiðina fyrir menntun almennings. Og þannig er skólastarfið sprottið úr jarðvegi kirkjunnar hér á landi og þeirrar menningarbyltingar sem varð á Þingvöllum við Öxará árið 1000.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar