Hverjir fá hröðustu kjarabæturnar? Guðbjörn Jónsson skrifar 10. desember 2015 14:57 Miðvikudaginn 3. desember 2015 flutti forsætisráðherra okkar tíðindi, frá ræðustól Alþingis, um hækkun á lífeyri eldri borgara. Sagði hann að ríkisstjórnin væri: „ að innleiða hröðustu kjarabót sem þessir hópar hafa séð að minnsta kosti um áratugaskeið á einu ári gangi spár um verðbólgu eftir.“ Kjarabót okkar allra ræðst af verðbólgu. Þar skiptir fyrst og fremst máli hver lífskjör okkar eru umfram eðlileg innkaup lífsnauðsynja. Við greiðum öll sambærilegt verð fyrir neysluvörur okkar og til eðlilegra lífsgæða heyra tiltekin útgjöld eins og húsnæði, klæði, heilbrigðisþjónusta, samskipti við ættingja og vini, ásamt einhverri þátttöku í menningarlífi. Hversu mikill þessi kostnaður á að vera, á hvern einstakling, getur að vísu verið deiluatriði. Ég hef hins vegar leyft mér að vona að stjórnvöld og þingmenn deili ekki um þá siðferðislegu skyldu samfélagsins að við sem lokið höfum starfsævi okkar og greiðslu skatta í áratugi, eigum rétt til að njóta þokkalegra lífskjara á okkar efri árum. Þeir sem á undan okkur eru gengnir fengu því miður ekki að njóta neinna LÍFSKJARA, því þeir fengu ekki aðra lífeyrisgreiðslu en sem svaraði til brýnustu nauðsynja um skamman tíma. Ekkert hugað að viðhaldi góðrar heilsu og andlegu heilbrigði eða húsaskjóli. En tímarnir eru breyttir og með þeim breytist fólkið, tækifærin og kröfurnar. Ég þekki þetta nokkuð vel því 15 ára gamall varð ég að hætta í skóla til að fara að vinna fyrir fjölskyldunni, þar sem fósturfaðir minn veiktist og missti starfsgetuna. Þetta var á árinu 1956 og fósturfaðir minn þá 74 ára. Þá var ekkert velferðarkerfi til og þeir sem ekki gátu unnið fyrir sér og sínum, urðu bara að segja sig til sveitar, verða hreppsómagar sem kallað var. Ég vildi ekki að foreldrar mínir þyrftu að ganga þann veg. Allar götur síðan hef ég fylgst með, og reynt að hafa áhrif á að lífeyrisgreiðlur til eldri borgara og öryrkja endurspegli þá lagalegu og siðferðislegu skyldu samfélagsins, að þeim séu ætluð sómasamleg lífsgæði en lítið orðið ágengt. Það velferðarkerfi sem við höfum búið til snýst næsta eingöngu um yngra fólkið, barnabætur, mæðralaun, fæðingarorlof kvenna og síðar fæðingarorlof karla. Þeir eru sagðir eiga rétt á að í fæðingarorlofgreiðslu tvöfallt eðpa þrefallt hærri greiðslu mánaðarlega en greiddur er í lífeyri til þeirra sem skilað hafa þjóðfélaginu ævistarfi og skattgreiðslum í áratugi. Margir fleiri þættir hafa verið byggðir inn í hið svokallaða velferðarkerfi en lífeyrir eldriborgara er ekki enn kominn á dagskrá sem mannréttindi. Slík réttindi virðast eingöngu tilheyra yngra fólki. Því miður höfðu stjórnmálamenn fyrri tíma ekki þrek eða kjark til að þakka því fólki sómasamlega fyrir ævistarfið sem varð að hætta að vinna vegna aldurs eða krankleika. Ég bar þá von í brjósti að þegar yngri menn tækju við stjórnartaumum hefðu þeir kjark til að breyta af heiðarleika og réttsýni lífskjörum eldri borgara úr þeirri smán sem fylgt hefur stjórnvöldum þessa lands fram á þennan tíma. En ég er farinn að halda að þar hafi ég séð hræfareld en ekki vonarljós. Forsætisráðherra talar um hröðustu KJARABÓT til handa eldri borgurum og öryrkjum, ef verðbólga aftri því ekki. Engar nánari skýringar eru á þeim orðum. Verðbólgan í sjálfu sér hefur nákvæmlega sömu áhrif í lífi okkar allra. Hvernig við þolum breytileika verðbólgunnar fer algjörlega eftir þeim lífskjörum sem við búum við, umfram frumþarfir til andlegs og líkamlegs heilbrigðis til lengri tíma litið. Þegar við lítum á lífeyrismál eldri borgara í dag, kemur í ljós að í lífeyrisgreiðlsum til þeirra er ekki gert ráð fyrir að þeir búi í sómasamlegri upphitaðri íbúð, því húsnæðiskostnaður í lífeyrisgreiðslum þeirra er álíka og fyrir hundakofa. Aðrar þarfi eldri borgara eru metnar af svipuðu raunsæi í lífeyrisgrunni, eins og hann er í dag. Framkomu Tryggingastofnunar við þennan hóp ætla ég ekki að ræða hér. Þá forsmán þarf að ræða á öðrum vettvangi. Þegar ég sá ræðu forsætisráðherra, um einhverja hraða kjarabót til eldri borgara, fór ég að rifja upp ýmislegt úr kjaramálum liðinna áratuga, til að hafa svipað tímabil undir og ætla mátti að forsætisráðherra hefði skoðað. Ég gat afar litla sveiflu fundið í lífeyrisgreiðslum til eldri borgara, sem væri umfram breytingar á neysluvísitölu hvers tíma. Hins vegar sá ég glöggt merki um skerðingu á lífeyrisgreiðslum, sem fólst í hinu ólöglega afnámi vísitöluhækkana lífeyris sem 69. gr. Almannatryggingalaga kveður á um. Sú skerðing nemur nú u.þ.b. 41% hækkun á þeim greiðslugrunni sem nú er. Það getur enginn þingmaður kallað sig heiðarlegan eða réttlátan, sem þráast við að skila til baka+- þeirri skerðingu sem þegar hefur verið tekin af eldri borgurum. Að skila ólöglegri skerðingu lífeyris er ekki kjarabót, heldur leiðrétting. Sú leiðrétting þarf að koma til áður en 9,3% hækkun verður á hinum leiðrétta greiðslugrunni samkvæmt hækkun þessa árs. Þá væru eldri borgarar t. d. að fá sömu prósentu hækkun og þingmenn, bara mikið færri krónur. Þegar ég fór að skoða greiðslur til eldri borgara fyrri ára datt mér í hug að bera saman breytingar á kjörum alþingismanna borið saman við kjör eldri borgara yfir tiltekið tímabil. Ekki er hlaupið að því að skoða launakjör þingmanna aftur í tímann, því hvergi virðist haldið utan um launatöflur fyrri ára um þau efni. Undarlegt að þessar upplýsingar skuli t. d. ekki koma fram í ársskýrslu Alþingis. Ég hef því ekki enn geta skoðað starfskjör þingmanna áratugi aftur í tímann, en hef þó samanburð á þingfararkaupi aftur til ársins 1998. Lítum aðeins nánar á þau atriði. Árið 1998 var þingfararkaup þingmanns kr. 220.168 á mánuði. Við það bættust svo ýmis fríðindi sem ég á eftir að fá uppgefið. Næstu upplýsingar sem ég hef eru frá fyrstu launaákvörðun Kjararáðs þann 1. júlí 2006. Þá ákvarðar kjararáð þingfararkaup kr. 485.570. er það 120,55% hækkun á 8 árum. Kjararáð var á þessum árum duglegt að bæta kjör þingmanna því þann 1. október 2006 er þingfararkaup aftur hækkað og nú í 503.051, eða um 3,6% á þremur mánuðum. Aftur er kjararáð á ferðinni þremur mánuðum síðar, eða þann 1. janúar 207. Þá hækkar þingfararkaup í 517.639, eða um 2,9% frá því sem var fyrir þremur mánuðum. Nú verður 7 mánaða hlé hjá kjararáði en þann 1. júlí 2007 er þingfararkaup hækkað í 531.098, eða um 2,6% á þessu 7 mánaða tímabili. Næst er þingfararkaup hækkað þann 1. janúar 2008 og er þá ákvarðað kr. 541.720, eða 2% hærra er það var 6 mánuðum fyrr. Kjararáð hækkar þingfararkaup aftur 1. maí 2008 og er það þá kr. 562.020, eða 3,75% hærra en það var fyrir fjórum mánuðum. Nú kom bankahrunið og þann 1. janúar 2009 ákvarðar kjararáð lækkun á þingfararkaupi í 520.000, eða lækkun um -7,48. Athyglisvert er að tveimur árum og 10 mánuðum síðar höfðu þeir fengið hækkun upp á 12,98%. Góð leiðrétting ? Nú verður hlé á ákvörðunum kjararáðs um tíma og næsta ákvörðun er þann 1. júní 2011. Þá er þingfararkaup ákveðið kr. 545.480, og hefur þá hækkað um 4,9% frá 1. janúar 2009. Þann 1. október 2011 ákvarðar kjararáð aftur hækkun þingfararkaups sem þá skuli verða kr. 589.559, eða hækkun um 8,08% á fjórum mánuðum. Þann 1. mars 2012 er þingfararkaup enn hækkað og verður þá kr. 610.193, eða hækkun um 3,5% á fimm mánuðum. Næsta hækkun verður þann 1. mars 2013, en þá hækkar þingfararkaup í kr. 630.024, eða um 3,25% á einu ári. Aftur hækkar kjararáð þingfararkaup þann 1. febrúar 2014, sem verður þá kr. 651.445, eða hækkun um 3,4% á 11 mánaða tímabili. Haustið 2015 hækkar Kjararáð þingfararkaup afturvirkt til 1. mars 2015 í kr. 712.030. Er það hækkun um 9,3% á 13 mánaða tímabili. Hækkun fastra launa þingmanna á þessu 17 ára tímabili frá 1998, samtals um 323,403%, til Þingfararkaups ársins 2015. Í dag eru þær lífeyrisgreiðslur sem Tryggingastofnun ríkisins reiknar út til eldri borgara samkvæmt lögum um Almannatryggingar u.þ.b. 180.000 krónur á mánuði, fyrir skatta. Lögbundnar leiðréttingar verðgildis þess lífeyris eldri borgara á að vera samkvæmt neysluvísitölu. Þessar leiðréttingar hafa stöðugt verið skertar frá árinu 2009 og nemur sú skerðing nú samtals u.þ.b. 41%. Þegar horft er til þessa sama tímabils varðandi þingfararkaupið, kemur í ljós að yfir sama tímabil og skerðing er framkvæmd á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara, hefur þingfararkaup hækkað um 24,95%, þó inn í samanburðinn sé tekin tímabundin lækkun þingfararkaups á 29 mánaða tímabili 2009 – 2011. Þegar litið er til þeirra lífskjara sem eldri borgarar eru verðlaunaðir með að loknu ævistarfi, finnst manni það nokkuð snautlegt borið saman við þær viðbótargreiðslur, til viðbótar við hið fasta þingfararkaup, sem alþingismenn ákvarða sér sjálfir með lögum nr. 88/1995. Ég minntist á það áðan að í lífeyrisgreiðslum til eldri borgara er ekki gert ráð fyrir húsnæðiskostnaði eða neinum öðrum kostnaðarliðum til að halda lífsgæðum. Í starfskjörum alþingismanna er liður sem heitir – Húsnæðis- og dvalarkostnaður. - Er sá liður nú á árinu 2015 kr. 131.400 á mánuði. Ef þetta skildi nú ekki vera nóg, er annar liður í starfskjörunum sem heitir – Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað. – Er sá liður nú kr. 52.560 á mánuði. Þriðji liðurinn í starfskjörum þingmanna heitir – Húsnæðis- og dvalarkostnaðar vegna heimanaksturs. – Er sá liður kr. 43.800 á mánuði. Fjórði liður starfskjara þingmanna er – Ferðakostnaður í kjördæminu. – Er sá liður kr. 82.200 á mánuði. Síðasti liðurinn í þessum starfskjörum þingmanna heitir – Starfskostnaður. – Er sá liður kr. 88.850 á mánuði. Samtals gera þessir 5 starfskjaraliðir, til viðbótar launum þingmanna, kr. 398.810 á mánuði. Varla er nú gert ráð fyrir að allir þingmenn njóti allra þessara liða samtímis. Eigi að síður er þarna umtalsverð búbót, sem þingmenn telja sig þurfa á að halda þó þingfararkaup þeirra sé kr. 712.030 á mánuði. Undarlegt þar sem þeir telja viðunandi lífskjör fyrir eldri borgara, að afloknu ævistarfi, að fá sem heildarlífeyri kr. 180 – 210 þúsund á mánuði, fyrir skatta. Þegar maður horfir á þessi starfskjör þingmanna og veltir fyrir sér hvað þeir láti af mörkum fyrir föstu launin (þingfararkaupið) hrannast upp spurningamerki. Öll helstu lagafrumvörp sem ganga í gegnum Alþingi eru samin og útfærð í ráðuneytum framkvæmdavaldsins. Þegar frumvörp þessi eru lesin kemur iðulega í ljós ómarkvisst orðalag, einskonar merkingarlítil stofnanamálíska. Til að lagatexti verði að gagni, þarf hann að vera með skíra meiningu og augljósan tilgang. Því miður virðast þingmenn iðulega ókunnugt um einstök ákvæði þó þeir teljist vita meginefni lagafrumvarpa, sem þeir þó gera að lögum með samþykki sínu. Þegar lögin um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995 eru lesin, verður ekki betur séð en þingmenn fái greitt úr ríkissjóði nánast öll hugsanleg útgöld sem af starfi þeirra hljótast. Alþingi sér þeim fyrir frírri skrifstofu og skrifstofubúnað og greiðir allan rekstrarkostnað skrifstofunnar, auk heimasíma þingmanns. Í 2. mgr. 9. gr. laganna um þingfararkostnað segir eftirfarandi: „ Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt þessari málsgrein sem fasta fjárhæð í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum.“ Sú fasta fjárhæð sem þarna er nefnd er nú kr. 88.850 á mánuði vegna STARFSKOSTNAÐAR. Var ekki áðan sagt að þingmenn fengju fría skrifstofu og allar rekstur hennar líka, auk heimasíma? Alþingismaður fær mánaðarlega fasta fjárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög innan kjördæmis hans. Upphæð þessi er nú kr. 82.200. Í 2. mgr. 6. gr. segir að: „ Alþingismaður, sem á heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis] 1) en fer að jafnaði milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, á rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað, auk þriðjungs af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega.“ Ferðakostnaðurinn greiðist væntanlega eftir akstursdagbók en ekki eftir vegalengd milli heimilis og Alþingis. Getur þar verið um verulega upphæð að ræða. En í lok hinnar tilvitnuðu 2. mgr. segir að auk ferðakostnaðar skuli hann fá þriðjung af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega. Þriðjungur af 131.400 er kr. 43.800. Þetta virðist benda til að þingmenn, utan höfuðborgarsvæðis, fái að lágmarki kr. 214.850 sem aukagreiðslu, til að endurgreiða þingmanninum þann kostnað sem af starfi hans hlýst. Jafnvel þó sá kostnaður sé líklega greiddur í rekstri þingsins. Ég vek athygli á að engar þær greiðslur sem þarna er vísað til varða líf eða heilsu þingmannsins. Ólíku er þar saman að jafna við ýmsa kostnaðarliði eldri borgarar, sem iðulega varða heilsufar eða lífsgæði að öðru leyti og þeir verða að bera sjálfir af sínum smánarlega lífeyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 3. desember 2015 flutti forsætisráðherra okkar tíðindi, frá ræðustól Alþingis, um hækkun á lífeyri eldri borgara. Sagði hann að ríkisstjórnin væri: „ að innleiða hröðustu kjarabót sem þessir hópar hafa séð að minnsta kosti um áratugaskeið á einu ári gangi spár um verðbólgu eftir.“ Kjarabót okkar allra ræðst af verðbólgu. Þar skiptir fyrst og fremst máli hver lífskjör okkar eru umfram eðlileg innkaup lífsnauðsynja. Við greiðum öll sambærilegt verð fyrir neysluvörur okkar og til eðlilegra lífsgæða heyra tiltekin útgjöld eins og húsnæði, klæði, heilbrigðisþjónusta, samskipti við ættingja og vini, ásamt einhverri þátttöku í menningarlífi. Hversu mikill þessi kostnaður á að vera, á hvern einstakling, getur að vísu verið deiluatriði. Ég hef hins vegar leyft mér að vona að stjórnvöld og þingmenn deili ekki um þá siðferðislegu skyldu samfélagsins að við sem lokið höfum starfsævi okkar og greiðslu skatta í áratugi, eigum rétt til að njóta þokkalegra lífskjara á okkar efri árum. Þeir sem á undan okkur eru gengnir fengu því miður ekki að njóta neinna LÍFSKJARA, því þeir fengu ekki aðra lífeyrisgreiðslu en sem svaraði til brýnustu nauðsynja um skamman tíma. Ekkert hugað að viðhaldi góðrar heilsu og andlegu heilbrigði eða húsaskjóli. En tímarnir eru breyttir og með þeim breytist fólkið, tækifærin og kröfurnar. Ég þekki þetta nokkuð vel því 15 ára gamall varð ég að hætta í skóla til að fara að vinna fyrir fjölskyldunni, þar sem fósturfaðir minn veiktist og missti starfsgetuna. Þetta var á árinu 1956 og fósturfaðir minn þá 74 ára. Þá var ekkert velferðarkerfi til og þeir sem ekki gátu unnið fyrir sér og sínum, urðu bara að segja sig til sveitar, verða hreppsómagar sem kallað var. Ég vildi ekki að foreldrar mínir þyrftu að ganga þann veg. Allar götur síðan hef ég fylgst með, og reynt að hafa áhrif á að lífeyrisgreiðlur til eldri borgara og öryrkja endurspegli þá lagalegu og siðferðislegu skyldu samfélagsins, að þeim séu ætluð sómasamleg lífsgæði en lítið orðið ágengt. Það velferðarkerfi sem við höfum búið til snýst næsta eingöngu um yngra fólkið, barnabætur, mæðralaun, fæðingarorlof kvenna og síðar fæðingarorlof karla. Þeir eru sagðir eiga rétt á að í fæðingarorlofgreiðslu tvöfallt eðpa þrefallt hærri greiðslu mánaðarlega en greiddur er í lífeyri til þeirra sem skilað hafa þjóðfélaginu ævistarfi og skattgreiðslum í áratugi. Margir fleiri þættir hafa verið byggðir inn í hið svokallaða velferðarkerfi en lífeyrir eldriborgara er ekki enn kominn á dagskrá sem mannréttindi. Slík réttindi virðast eingöngu tilheyra yngra fólki. Því miður höfðu stjórnmálamenn fyrri tíma ekki þrek eða kjark til að þakka því fólki sómasamlega fyrir ævistarfið sem varð að hætta að vinna vegna aldurs eða krankleika. Ég bar þá von í brjósti að þegar yngri menn tækju við stjórnartaumum hefðu þeir kjark til að breyta af heiðarleika og réttsýni lífskjörum eldri borgara úr þeirri smán sem fylgt hefur stjórnvöldum þessa lands fram á þennan tíma. En ég er farinn að halda að þar hafi ég séð hræfareld en ekki vonarljós. Forsætisráðherra talar um hröðustu KJARABÓT til handa eldri borgurum og öryrkjum, ef verðbólga aftri því ekki. Engar nánari skýringar eru á þeim orðum. Verðbólgan í sjálfu sér hefur nákvæmlega sömu áhrif í lífi okkar allra. Hvernig við þolum breytileika verðbólgunnar fer algjörlega eftir þeim lífskjörum sem við búum við, umfram frumþarfir til andlegs og líkamlegs heilbrigðis til lengri tíma litið. Þegar við lítum á lífeyrismál eldri borgara í dag, kemur í ljós að í lífeyrisgreiðlsum til þeirra er ekki gert ráð fyrir að þeir búi í sómasamlegri upphitaðri íbúð, því húsnæðiskostnaður í lífeyrisgreiðslum þeirra er álíka og fyrir hundakofa. Aðrar þarfi eldri borgara eru metnar af svipuðu raunsæi í lífeyrisgrunni, eins og hann er í dag. Framkomu Tryggingastofnunar við þennan hóp ætla ég ekki að ræða hér. Þá forsmán þarf að ræða á öðrum vettvangi. Þegar ég sá ræðu forsætisráðherra, um einhverja hraða kjarabót til eldri borgara, fór ég að rifja upp ýmislegt úr kjaramálum liðinna áratuga, til að hafa svipað tímabil undir og ætla mátti að forsætisráðherra hefði skoðað. Ég gat afar litla sveiflu fundið í lífeyrisgreiðslum til eldri borgara, sem væri umfram breytingar á neysluvísitölu hvers tíma. Hins vegar sá ég glöggt merki um skerðingu á lífeyrisgreiðslum, sem fólst í hinu ólöglega afnámi vísitöluhækkana lífeyris sem 69. gr. Almannatryggingalaga kveður á um. Sú skerðing nemur nú u.þ.b. 41% hækkun á þeim greiðslugrunni sem nú er. Það getur enginn þingmaður kallað sig heiðarlegan eða réttlátan, sem þráast við að skila til baka+- þeirri skerðingu sem þegar hefur verið tekin af eldri borgurum. Að skila ólöglegri skerðingu lífeyris er ekki kjarabót, heldur leiðrétting. Sú leiðrétting þarf að koma til áður en 9,3% hækkun verður á hinum leiðrétta greiðslugrunni samkvæmt hækkun þessa árs. Þá væru eldri borgarar t. d. að fá sömu prósentu hækkun og þingmenn, bara mikið færri krónur. Þegar ég fór að skoða greiðslur til eldri borgara fyrri ára datt mér í hug að bera saman breytingar á kjörum alþingismanna borið saman við kjör eldri borgara yfir tiltekið tímabil. Ekki er hlaupið að því að skoða launakjör þingmanna aftur í tímann, því hvergi virðist haldið utan um launatöflur fyrri ára um þau efni. Undarlegt að þessar upplýsingar skuli t. d. ekki koma fram í ársskýrslu Alþingis. Ég hef því ekki enn geta skoðað starfskjör þingmanna áratugi aftur í tímann, en hef þó samanburð á þingfararkaupi aftur til ársins 1998. Lítum aðeins nánar á þau atriði. Árið 1998 var þingfararkaup þingmanns kr. 220.168 á mánuði. Við það bættust svo ýmis fríðindi sem ég á eftir að fá uppgefið. Næstu upplýsingar sem ég hef eru frá fyrstu launaákvörðun Kjararáðs þann 1. júlí 2006. Þá ákvarðar kjararáð þingfararkaup kr. 485.570. er það 120,55% hækkun á 8 árum. Kjararáð var á þessum árum duglegt að bæta kjör þingmanna því þann 1. október 2006 er þingfararkaup aftur hækkað og nú í 503.051, eða um 3,6% á þremur mánuðum. Aftur er kjararáð á ferðinni þremur mánuðum síðar, eða þann 1. janúar 207. Þá hækkar þingfararkaup í 517.639, eða um 2,9% frá því sem var fyrir þremur mánuðum. Nú verður 7 mánaða hlé hjá kjararáði en þann 1. júlí 2007 er þingfararkaup hækkað í 531.098, eða um 2,6% á þessu 7 mánaða tímabili. Næst er þingfararkaup hækkað þann 1. janúar 2008 og er þá ákvarðað kr. 541.720, eða 2% hærra er það var 6 mánuðum fyrr. Kjararáð hækkar þingfararkaup aftur 1. maí 2008 og er það þá kr. 562.020, eða 3,75% hærra en það var fyrir fjórum mánuðum. Nú kom bankahrunið og þann 1. janúar 2009 ákvarðar kjararáð lækkun á þingfararkaupi í 520.000, eða lækkun um -7,48. Athyglisvert er að tveimur árum og 10 mánuðum síðar höfðu þeir fengið hækkun upp á 12,98%. Góð leiðrétting ? Nú verður hlé á ákvörðunum kjararáðs um tíma og næsta ákvörðun er þann 1. júní 2011. Þá er þingfararkaup ákveðið kr. 545.480, og hefur þá hækkað um 4,9% frá 1. janúar 2009. Þann 1. október 2011 ákvarðar kjararáð aftur hækkun þingfararkaups sem þá skuli verða kr. 589.559, eða hækkun um 8,08% á fjórum mánuðum. Þann 1. mars 2012 er þingfararkaup enn hækkað og verður þá kr. 610.193, eða hækkun um 3,5% á fimm mánuðum. Næsta hækkun verður þann 1. mars 2013, en þá hækkar þingfararkaup í kr. 630.024, eða um 3,25% á einu ári. Aftur hækkar kjararáð þingfararkaup þann 1. febrúar 2014, sem verður þá kr. 651.445, eða hækkun um 3,4% á 11 mánaða tímabili. Haustið 2015 hækkar Kjararáð þingfararkaup afturvirkt til 1. mars 2015 í kr. 712.030. Er það hækkun um 9,3% á 13 mánaða tímabili. Hækkun fastra launa þingmanna á þessu 17 ára tímabili frá 1998, samtals um 323,403%, til Þingfararkaups ársins 2015. Í dag eru þær lífeyrisgreiðslur sem Tryggingastofnun ríkisins reiknar út til eldri borgara samkvæmt lögum um Almannatryggingar u.þ.b. 180.000 krónur á mánuði, fyrir skatta. Lögbundnar leiðréttingar verðgildis þess lífeyris eldri borgara á að vera samkvæmt neysluvísitölu. Þessar leiðréttingar hafa stöðugt verið skertar frá árinu 2009 og nemur sú skerðing nú samtals u.þ.b. 41%. Þegar horft er til þessa sama tímabils varðandi þingfararkaupið, kemur í ljós að yfir sama tímabil og skerðing er framkvæmd á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara, hefur þingfararkaup hækkað um 24,95%, þó inn í samanburðinn sé tekin tímabundin lækkun þingfararkaups á 29 mánaða tímabili 2009 – 2011. Þegar litið er til þeirra lífskjara sem eldri borgarar eru verðlaunaðir með að loknu ævistarfi, finnst manni það nokkuð snautlegt borið saman við þær viðbótargreiðslur, til viðbótar við hið fasta þingfararkaup, sem alþingismenn ákvarða sér sjálfir með lögum nr. 88/1995. Ég minntist á það áðan að í lífeyrisgreiðslum til eldri borgara er ekki gert ráð fyrir húsnæðiskostnaði eða neinum öðrum kostnaðarliðum til að halda lífsgæðum. Í starfskjörum alþingismanna er liður sem heitir – Húsnæðis- og dvalarkostnaður. - Er sá liður nú á árinu 2015 kr. 131.400 á mánuði. Ef þetta skildi nú ekki vera nóg, er annar liður í starfskjörunum sem heitir – Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað. – Er sá liður nú kr. 52.560 á mánuði. Þriðji liðurinn í starfskjörum þingmanna heitir – Húsnæðis- og dvalarkostnaðar vegna heimanaksturs. – Er sá liður kr. 43.800 á mánuði. Fjórði liður starfskjara þingmanna er – Ferðakostnaður í kjördæminu. – Er sá liður kr. 82.200 á mánuði. Síðasti liðurinn í þessum starfskjörum þingmanna heitir – Starfskostnaður. – Er sá liður kr. 88.850 á mánuði. Samtals gera þessir 5 starfskjaraliðir, til viðbótar launum þingmanna, kr. 398.810 á mánuði. Varla er nú gert ráð fyrir að allir þingmenn njóti allra þessara liða samtímis. Eigi að síður er þarna umtalsverð búbót, sem þingmenn telja sig þurfa á að halda þó þingfararkaup þeirra sé kr. 712.030 á mánuði. Undarlegt þar sem þeir telja viðunandi lífskjör fyrir eldri borgara, að afloknu ævistarfi, að fá sem heildarlífeyri kr. 180 – 210 þúsund á mánuði, fyrir skatta. Þegar maður horfir á þessi starfskjör þingmanna og veltir fyrir sér hvað þeir láti af mörkum fyrir föstu launin (þingfararkaupið) hrannast upp spurningamerki. Öll helstu lagafrumvörp sem ganga í gegnum Alþingi eru samin og útfærð í ráðuneytum framkvæmdavaldsins. Þegar frumvörp þessi eru lesin kemur iðulega í ljós ómarkvisst orðalag, einskonar merkingarlítil stofnanamálíska. Til að lagatexti verði að gagni, þarf hann að vera með skíra meiningu og augljósan tilgang. Því miður virðast þingmenn iðulega ókunnugt um einstök ákvæði þó þeir teljist vita meginefni lagafrumvarpa, sem þeir þó gera að lögum með samþykki sínu. Þegar lögin um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995 eru lesin, verður ekki betur séð en þingmenn fái greitt úr ríkissjóði nánast öll hugsanleg útgöld sem af starfi þeirra hljótast. Alþingi sér þeim fyrir frírri skrifstofu og skrifstofubúnað og greiðir allan rekstrarkostnað skrifstofunnar, auk heimasíma þingmanns. Í 2. mgr. 9. gr. laganna um þingfararkostnað segir eftirfarandi: „ Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt þessari málsgrein sem fasta fjárhæð í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum.“ Sú fasta fjárhæð sem þarna er nefnd er nú kr. 88.850 á mánuði vegna STARFSKOSTNAÐAR. Var ekki áðan sagt að þingmenn fengju fría skrifstofu og allar rekstur hennar líka, auk heimasíma? Alþingismaður fær mánaðarlega fasta fjárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög innan kjördæmis hans. Upphæð þessi er nú kr. 82.200. Í 2. mgr. 6. gr. segir að: „ Alþingismaður, sem á heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis] 1) en fer að jafnaði milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, á rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað, auk þriðjungs af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega.“ Ferðakostnaðurinn greiðist væntanlega eftir akstursdagbók en ekki eftir vegalengd milli heimilis og Alþingis. Getur þar verið um verulega upphæð að ræða. En í lok hinnar tilvitnuðu 2. mgr. segir að auk ferðakostnaðar skuli hann fá þriðjung af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega. Þriðjungur af 131.400 er kr. 43.800. Þetta virðist benda til að þingmenn, utan höfuðborgarsvæðis, fái að lágmarki kr. 214.850 sem aukagreiðslu, til að endurgreiða þingmanninum þann kostnað sem af starfi hans hlýst. Jafnvel þó sá kostnaður sé líklega greiddur í rekstri þingsins. Ég vek athygli á að engar þær greiðslur sem þarna er vísað til varða líf eða heilsu þingmannsins. Ólíku er þar saman að jafna við ýmsa kostnaðarliði eldri borgarar, sem iðulega varða heilsufar eða lífsgæði að öðru leyti og þeir verða að bera sjálfir af sínum smánarlega lífeyri.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar