Þúsundir mótmæla árásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2015 07:00 Þúsundir manna komu saman í Ankara í gær til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásinni á laugardag. Nordicphotos/AFP Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira