Erlent

Leiðtogi Svíþjóðardemókrata snýr aftur

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmie Åkesson leiddi Svíþjóðardemókrata í kosningabaráttunni. Flokkurinn er nú þriðji stærsti flokkurinn á sænska þinginu.
Jimmie Åkesson leiddi Svíþjóðardemókrata í kosningabaráttunni. Flokkurinn er nú þriðji stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Vísir/AFP
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, mun snúa aftur í embætti leiðtoga flokksins á föstudaginn. Åkesson fór í veikindaleyfi að loknum þingkosningum í september þar sem hann sagðist vera útbrunninn í starfi.

Að sögn heimildarmanna SVT mun Åkesson halda fréttamannafund á föstudag þar sem hann tilkynnir um endurkomuna.

Heimildarmaður Aftonbladet innan Svíþjóðardemókrata segir það rétt að hann muni snúa aftur en að ekki sé ljóst hvort hann muni sitja út kjörtímabilið og þá mögulega láta af embætti á landsfundi flokksins í nóvember.

Mattias Karlsson hefur gegnt leiðtogaembættinu í flokknum í fjarveru Åkessons.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×