Mamma klikk! í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2015 11:06 Mamma klikk! er að gera allt ... klikk. Og nú er stefnt að því að koma bókinni á fjalirnar strax á næsta leikári. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp