Aðgengi og afleiðingar Sigurður Jónsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Hvernig stendur á því að mér dettur stundum í hug hugtakið „einveldi“ þegar ég les blaðagreinar þeirra manna sem berja sig utan með orðum í vandlætingu á frumvarpi um það skilyrta verslunarfrelsi varðandi sölu á áfengi sem nú liggur fyrir Alþingi? Megin röksemd þeirra er jafnan tilvísun í stundum óljósar, en líka ákveðnar skýrslur eða rannsóknir, sem sýni og sanni að aukið aðgengi að áfengi valdi stóraukinni neyslu þess með ótal vandamálum sem því fylgi. Nú efast ég ekki um það eitt augnablik að slíkar skýrslur séu til enda með ólíkindum hvílík ógrynni ritmáls renna undan rifjum þeirra stofnana sem til þess eru kjörnar að vinna að ákveðnum málefnum, t.d. heilbrigðismálum. Gott og vel – gefum okkur að þetta sé reyndin og vissulega er ekki deilt um það, að áfengi getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra skaða þó að flestir umgangist það án þeirra afleiðinga. Samfélagið ber í þessum tilfellum vissulega skaða umfram þann hagnað sem kaup þessara aðila á áfengi færa ríkissjóði eins og í tilfelli Íslendinga. En það er að sjálfsögðu alveg galin nálgun að miða stefnumörkun um áfengisverslun við lægsta samnefnara því flestir neytendur áfengis njóta þess með eðlilegum hætti og valda ekki umræddum skaða sér eða öðrum.Þreytandi síbylja Þessi síbylja um aðgengi = áfengisböl er þreytandi og ekki sæmandi sæmilega viti bornum einstaklingum sem þó viðhafa hana stundum. Allt aðgengi almennings hefur sömu annmarka ef grannt er skoðað. Lágur þröskuldur við öflun ökuréttinda, auðveld bifreiðakaup að ekki sé minnst á reiðhjól og aðrar rennitíkur veldur auðvitað fjölda slysa með eftirfylgjandi skaða fyrir samfélagið. Aðgengi að skotvopnum og skotfærum getur á sama hátt átt þátt í skaða á fólki og kostnaði fyrir samfélagið. Minnumst ekki á íþróttirnar. Það er stórhættulegt að ferðast – ekki síst nú um stundir – til ákveðinna landa eða svæða þar sem órói ríkir og vissulega veldur aðgengi almennings að slíkum ferðum stundum skaða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir allt slíkt þurfum við að vefja fólk inn í bómull – að koma í veg fyrir aðgengi. Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu einveldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Að einhver einvaldur, en ekki fólkið í landinu eigi að ákveða hvað sé gott og rétt fyrir almenning. En þegar vandlega er farið yfir allt þetta aðgengi og þann skaða sem það veldur einstaklingum og samfélagi þá er niðurstaðan sem betur fer ætíð sú, að þar sé um að ræða mikinn minnihluta almennings. Sanngjarnt fólk getur ekki samsinnt því að rétt sé að miða aðgengi við þennan fámenna hóp en hirða ekki um meirihlutann og aðgengi hans að lögmætri verslunarvöru. Ber ég von í brjósti um upplýstari umræðu og aukna mannvirðingu? Vissulega – en þó skil ég betur nú en þegar ég las ungur í skóla orð Prússakeisara um ást hans á rakkanum umfram mennina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að mér dettur stundum í hug hugtakið „einveldi“ þegar ég les blaðagreinar þeirra manna sem berja sig utan með orðum í vandlætingu á frumvarpi um það skilyrta verslunarfrelsi varðandi sölu á áfengi sem nú liggur fyrir Alþingi? Megin röksemd þeirra er jafnan tilvísun í stundum óljósar, en líka ákveðnar skýrslur eða rannsóknir, sem sýni og sanni að aukið aðgengi að áfengi valdi stóraukinni neyslu þess með ótal vandamálum sem því fylgi. Nú efast ég ekki um það eitt augnablik að slíkar skýrslur séu til enda með ólíkindum hvílík ógrynni ritmáls renna undan rifjum þeirra stofnana sem til þess eru kjörnar að vinna að ákveðnum málefnum, t.d. heilbrigðismálum. Gott og vel – gefum okkur að þetta sé reyndin og vissulega er ekki deilt um það, að áfengi getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra skaða þó að flestir umgangist það án þeirra afleiðinga. Samfélagið ber í þessum tilfellum vissulega skaða umfram þann hagnað sem kaup þessara aðila á áfengi færa ríkissjóði eins og í tilfelli Íslendinga. En það er að sjálfsögðu alveg galin nálgun að miða stefnumörkun um áfengisverslun við lægsta samnefnara því flestir neytendur áfengis njóta þess með eðlilegum hætti og valda ekki umræddum skaða sér eða öðrum.Þreytandi síbylja Þessi síbylja um aðgengi = áfengisböl er þreytandi og ekki sæmandi sæmilega viti bornum einstaklingum sem þó viðhafa hana stundum. Allt aðgengi almennings hefur sömu annmarka ef grannt er skoðað. Lágur þröskuldur við öflun ökuréttinda, auðveld bifreiðakaup að ekki sé minnst á reiðhjól og aðrar rennitíkur veldur auðvitað fjölda slysa með eftirfylgjandi skaða fyrir samfélagið. Aðgengi að skotvopnum og skotfærum getur á sama hátt átt þátt í skaða á fólki og kostnaði fyrir samfélagið. Minnumst ekki á íþróttirnar. Það er stórhættulegt að ferðast – ekki síst nú um stundir – til ákveðinna landa eða svæða þar sem órói ríkir og vissulega veldur aðgengi almennings að slíkum ferðum stundum skaða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir allt slíkt þurfum við að vefja fólk inn í bómull – að koma í veg fyrir aðgengi. Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu einveldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Að einhver einvaldur, en ekki fólkið í landinu eigi að ákveða hvað sé gott og rétt fyrir almenning. En þegar vandlega er farið yfir allt þetta aðgengi og þann skaða sem það veldur einstaklingum og samfélagi þá er niðurstaðan sem betur fer ætíð sú, að þar sé um að ræða mikinn minnihluta almennings. Sanngjarnt fólk getur ekki samsinnt því að rétt sé að miða aðgengi við þennan fámenna hóp en hirða ekki um meirihlutann og aðgengi hans að lögmætri verslunarvöru. Ber ég von í brjósti um upplýstari umræðu og aukna mannvirðingu? Vissulega – en þó skil ég betur nú en þegar ég las ungur í skóla orð Prússakeisara um ást hans á rakkanum umfram mennina.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar