Bandaloop er bandarískur danshópur sem flutt hafa atriði sín víða um allan heim. Þau dansa svokallaðan loftdans og eru í línum svipuðum þeim sem notaðar eru við klettaklifur. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir hér á Íslandi.
Myndir og myndbönd af atriðum Bandaloop um allan heim má sjá hér á heimasíðu þeirra.
Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins í dag.
Listahátíð Reykjaíkur mun standa yfir til 7. júní, en upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.