Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:53 Gunnar Bragi leitar upplýsinga um bannið. Vísir „Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag. Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
„Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag.
Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00
SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41
Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00