Enski boltinn

Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Bíddu bara þangað til þú kemur til Stoke á köldu mánudagskvöldi.“
„Bíddu bara þangað til þú kemur til Stoke á köldu mánudagskvöldi.“ Vísir/Getty
Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid og fyrrverandi leikmaður Chelsea og Liverpool, telur að Pedro, leikmaður Barcelona, geti slegið í gegn í Englandi ákveði hann að færa sig um set. Pedro hefur undanfarnar vikur verið orðaður við flest af ensku stórliðunum.

Torres sem lék um sjö ára skeið í Englandi með Liverpool og Chelsea var um tíma einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Liverpool.

„Það verður erfitt fyrir hann að yfirgefa Barcelona en ég skil hann að hann vill fara til þess að spila meira, sérstaklega á hans aldri. Ég er viss um að honum muni ganga vel í Englandi, hann hefur hæfileikana til þess og svo er hann duglegur leikmaður sem vinnur til baka og lætur ekki ýta sér af boltanum. Hann hefur allt til þess sem leikmaður þarf til þess að slá í gegn á Englandi.“

Pedro hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Arsenal, Chelsea, Manchester City en aðallega Manchester United en talið er að ensku félögin þurfi að greiða riftunarverð fyrir hinn 28 árs gamla Pedro, alls 22 milljónir punda.


Tengdar fréttir

Pedro hetja Barcelona | Sjáðu markaveisluna

Markamet var sett þegar Barcelona og Sevilla kepptu um Ofurbikar UEFA í kvöld. Framlengja varð leikinn eftir ótrúlega endurkomu Sevilla en Pedro, sem er væntanlega á leið til Man. Utd, kláraði leikinn í framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×