Erlent

Á þriðja tug lést í bruna á skemmtistað

Samúel Karl Ólason skrifar
Mögulega mun látnum fjölga, en 400 manns voru á tónleikunum.
Mögulega mun látnum fjölga, en 400 manns voru á tónleikunum. Vísir/EPA
Minnst 26 eru látnir eftir að eldur kom upp á skemmtistað í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í kvöld. 145 voru fluttir á sjúkrahús. Tugir sjúkrabíla og slökkviliðsbíla voru sendir á vettvang. Raed Arafat, innanríkisráðherra Rúmeníu, segir að mögulega muni látnum fjölga en allt að 400 manns voru á rokktónleikum á skemmtistaðnum þegar eldurinn kom upp.

Flugeldar voru notaðir á tónleikunum, en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Á vef Business Insider segir að fólk hafi troðist undir þegar tónleikagestir flúðu undan eldinum. Gestir segja að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldunum og honum hafi fylgt stór sprenging og mikill eldur.

Á myndböndum frá vettvangi má sjá sjúkraflutningamenn reyna að blása lífi í tónleikagesti fyrir utan skemmtistaðinn. Um er að ræða eitt versla slys í Búkarest í áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×