Erlent

Roman Polanski ekki framseldur til Bandaríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Roman Polanski hefur verið á flótta frá Bandaríkjunum síðan 1998
Roman Polanski hefur verið á flótta frá Bandaríkjunum síðan 1998 Vísir/GETTY
Dómstólar í Póllandi hafa hafnað beiðni bandarískra yfirvalda um að leikstjórinn Roman Polanski yrði framseldur til Bandaríkjanna. Leikstjórinn vinnur nú að nýrri mynd í Póllandi.

Óskarsverðlaunahafinn játaði sig sekan um að hafa haft samræði við 13 ára gamla stúlku árið 1977 þegar hún sat fyrir hjá honum sem fyrirsæta. Hann sat í fangelsi í 42 daga áður en hann flúði til Frakklands árið 1978 og síðan hefur hann verið eftirlýstur í Bandaríkjunum.

Hann hefur lengst af verið búsettur í Frakklandi en lög þar banna það að franskir ríkisborgarar séu framseldir til annarra landa. Nýverið hefur hann þó verið í Póllandi þar sem hann vinnur að nýrri kvikmynd sinni en engin lög um bann við framsali ríkisborgara eru í gildi í Póllandi. Polanski er með tvöfalt ríkisfang, bæði franskt og pólskt.

Dómstóll í Kraká hefur nú hafnað beiðni bandarískra yfirvalda um að Polanski yrði framseldur. Áfrýja má dómnum og ef það tekst þarf dómsmálaráðherra Póllands að taka ákvörðun um framsal Polanski.

Hann var handtekinn árið 2009 í Sviss að beiðni Bandaríska yfirvalda en sleppt úr haldi ári seinni eftir að yfirvöld í Sviss ákvaðu að leikstjórinn skyldi ekki framseldur.


Tengdar fréttir

Draugar Romans Polanski

Nafn Romans Polanski hefur oftar verið nefnt í tengslum við 33 ára gamalt dómsmál og Manson-fjölskylduna en kvikmyndagerð hans. Hann þykir þó sýna gamalkunna takta í sinni nýjustu mynd, Ghost Writer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×