Erlent

Kallar eftir meiri sveigjanleika

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir meiri sveigjanleika á milli þjóðanna sem nú taka þátt í viðræðum um stríðið í Sýrlandi. Viðræðurnar fara fram í Vínarborg og þar taka þátt fimm þjóðir, sem styðja mismunandi fylkingar í borgarastríðinu í landinu.

Moon hvatti fimm aðalþátttakendurna, Bandaríkin, Rússland, Íran, Sádí Arabíu og Tyrkland, til þess að láta einkahagsmuni sína lönd og leið og sameinast heldur um að ná fram friði í hinu stríðshrjáða landi. Viðræður sem þessar hafa verið haldnar áður en Íranar, sem styðja Assad forseta Sýrlands, taka nú þátt í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×