Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 11:51 Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lengst til vinstri. Saksóknari spilaði brot úr símtali Péturs við Ingólf í dómssal. Vísir/GVA Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57