Erlent

Segir kattakjöt hnossgæti og auðmeltanlegt

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Bühlmann sagði að bændur sem ættu of marga ketti hefði jafnvel fært honum ketti til að borða.
Martin Bühlmann sagði að bændur sem ættu of marga ketti hefði jafnvel fært honum ketti til að borða. Vísir/Getty
Kattakjöt er hnossgæti og auðmeltanlegt. Þetta segir 72 ára Svisslendingur sem viðurkenndi að hafa skotið og borðað ketti. Hann sagði ömmu sína hafa eldað ketti reglulega. Þá hafi móðir hans einnig gert það vegna fátæktar fjölskyldunnar.

Martin Bühlmann, sagði einnig í svissneskum útvarpsþætti að kettir væru betri á bragðið en kanínur. Hins vegar þvertók hann fyrir að boða ketti ennþá.

Dýraverndarsinnar hafa áður haldið því fram að um þrjú prósent íbúa í Sviss borði reglulega kattakjöt. Þá er íbúum þar leyfilegt að drepa og borða hunda ketti. Því var einnig haldið fram að kattakjöt væri reglulega á borðum um jólin.

Bühlmann sagðist hafa tekið dýrin af lífi á mannúlegan hátt, með því að skjóta þau, og að bændur sem ættu of marga ketti hefði jafnvel fært honum ketti til að borða. Hann vill þó ekki borða hunda, þar sem þeir minna hann á Julian, hundinn sem hann átti í æsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×