Erlent

Íbúar Ohio hafna afglæpavæðingu maríjúana

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Íbúar Ohio í Bandaríkjunum hafa hafnað afglæpavæðingu maríjúana. 65 prósent kjósenda kusu gegn því í gær, en mikil athygli beindist að Ohio vegna sambærilegrar umræðu á landsvísu. Tillagan sem var kjósendur höfnuðu hefði gert 21 árs og eldri kleift að kaupa og rækta ákveðið magn af maríjúana auk þess að leyfa einstaklingum að neyta þess í læknisskyni.

Framleiðsla og sala maríjúana í ríkinu hefði verið einkavædd og því voru andstæðingar tillögunar mjög andvígir, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Ríkisstjóri Ohioi, Repúblikaninn John, Kasich, fagnaði ákvörðun kjósenda.

„Á sama tíma og of margar fjölskyldur sundrast vegna ólöglegra fíkniefna, sögðu íbúar Ohio nei við auðveldu aðgengi slíkra efna og völdu þess í stað farveg sem mun styrkja fjölskyldur og samfélög.“

Tveir eldri íbúar sem AP ræddi við sögðust vera hlynnt afglæpavæðingu marijúana, en að þeim hefði ekki litist á að einkaaðilar hefðu getað einokað markaðinn.

Afglæpavæðing hefur þegar verið samþykkt í Colorado, Washington, Oregon, Alaska og í Washington borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×