Erlent

Flugdólgur reyndi að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Lenda þurfti vél Wizz Air, á leið frá Rúmeníu til Noregs, í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi vegna óláta tveggja farþega um borð. Báðir voru þeir drukknir en annar reyndi ítrekað að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann og opna neyðarútgangana, í tíu þúsund fetum.

Tveimur farþegum tókst að yfirbuga flugdólginn og var hann handtekinn á flugvellinum í Malmö. Hann á yfir höfði sér kæru , meðal annars fyrir að hafa stefnt fólki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×