Erlent

Grænlensk börn beitt grófu ofbeldi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Vanræksla barna í norðvesturhluta Grænlands er mikil. Myndin er frá miðri vesturströndinni.
Vanræksla barna í norðvesturhluta Grænlands er mikil. Myndin er frá miðri vesturströndinni. NORDICPHOTOS/AFP
Yfirvöld á Grænlandi grípa sjaldan til aðgerða þótt börn í norðvesturhluta landsins séu beitt kynferðislegu ofbeldi og annars konar grófu ofbeldi. Börnin, bæði stór og lítil, eru vanrækt og fá ekki nóg að borða. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns barna á Grænlandi sem danska ríkisútvarpið greinir frá.

Þingmaður Danska þjóðarflokksins, Sören Espersen, vill umræður um málið á danska þinginu. Hann segir að ráðherra velferðar barna, Elle Thrane Nörby, verði að sjá til þess að engin börn í danska konungdæminu séu vanrækt. Augljóst sé að grænlensk yfirvöld geti ekki séð um þennan málaflokk og hann verði þess vegna að fara aftur í umsjón Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×