Svör óskast um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Viðbrögð við RÚV skýrslunni svokölluðu hafa verið fyrirsjáanleg og borið vott um þá flokkadrætti sem einkenna þjóðfélagsumræðuna. Lítið hefur farið fyrir efnislegri umræðu um skýrsluna. Þess í stað hefur allt snúist um upphrópanir, þar sem skýrslan er annaðhvort árás gegn RÚV skipulögð af pólitískum andstæðingum eða RÚV ónýtt apparat sem leggja á niður. Sannleikurinn er væntanlega einhversstaðar þarna á milli. Margir hafa fallið í þá gryfju að gagnrýna skipan nefndarinnar en þar átti meðal annars sæti Eyþór Arnalds, yfirlýstur sjálfstæðismaður. Í hugum andstæðinga skýrslunnar var þetta augljóst merki um að niðurstaðan hefði verið pöntuð og átt að koma RÚV illa. Þetta sama fólk virðist þó ekki velta því fyrir sér að í nefndinni sátu einnig óháðir sérfræðingar frá fjármálaráðuneytinu annars vegar, og endurskoðandi frá KPMG hins vegar. Ekki er upplýst hvaða hagsmuni þetta fólk hefur af því að draga upp dökka mynd af RÚV, en fólk ætti ef til vill að hugsa sig um tvisvar áður en það dregur fagleg heilindi þess í efa. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að rekstur RÚV hafi verið borinn saman við stærsta einkarekna fjölmiðil landsins, 365 miðla. Einkum á þeim grundvelli annars vegar að tölurnar hafi komið frá forstjóra 365, og hins vegar að ekki sé um sanngjarnan samanburð að ræða í ljósi „almannaþjónustuhlutverks“ RÚV. Aftur er þarna verið að saka fólk um fagleg óheilindi, og umræðan rugluð með vísan í óskilgreint hugtak sem hver túlkar eftir eigin höfði. Skýrslan sjálf er vel unnin og áhugavert innlegg í umræðuna. Því er miður að fleiri hafi ekki orðið við bón menntamálaráðherra um að fara í boltann en ekki manninn. Niðurstaðan er hins vegar skýr. RÚV ber sig ekki í núverandi mynd, og þarf annaðhvort að auka tekjustofna eða skera niður þjónustu og yfirbyggingu. Fyrirliggjandi sparnaðaráætlanir eru hvorki fastar í hendi né líklegar til að leysa vandann til frambúðar. Er því ekki rakið að efna til umræðu um hlutverk og tilvist RÚV til framtíðar? Er öryggishlutverk stofnunarinnar úrelt, og betur sinnt af einkaaðilum? Á RÚV að hætta auglýsingasölu? Er eðlilegt að RÚV teygi sig út fyrir hefðbundið hlutverk sitt og spreyti sig á nýmiðlum á borð við vefsíður eða streymisþjónustu? Svona mætti áfram halda. Spurningin er ekki bara hvort við eigum að halda áfram að dæla peningum í RÚV, heldur einnig hvers konar RÚV við viljum fá fyrir peningana okkar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Viðbrögð við RÚV skýrslunni svokölluðu hafa verið fyrirsjáanleg og borið vott um þá flokkadrætti sem einkenna þjóðfélagsumræðuna. Lítið hefur farið fyrir efnislegri umræðu um skýrsluna. Þess í stað hefur allt snúist um upphrópanir, þar sem skýrslan er annaðhvort árás gegn RÚV skipulögð af pólitískum andstæðingum eða RÚV ónýtt apparat sem leggja á niður. Sannleikurinn er væntanlega einhversstaðar þarna á milli. Margir hafa fallið í þá gryfju að gagnrýna skipan nefndarinnar en þar átti meðal annars sæti Eyþór Arnalds, yfirlýstur sjálfstæðismaður. Í hugum andstæðinga skýrslunnar var þetta augljóst merki um að niðurstaðan hefði verið pöntuð og átt að koma RÚV illa. Þetta sama fólk virðist þó ekki velta því fyrir sér að í nefndinni sátu einnig óháðir sérfræðingar frá fjármálaráðuneytinu annars vegar, og endurskoðandi frá KPMG hins vegar. Ekki er upplýst hvaða hagsmuni þetta fólk hefur af því að draga upp dökka mynd af RÚV, en fólk ætti ef til vill að hugsa sig um tvisvar áður en það dregur fagleg heilindi þess í efa. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að rekstur RÚV hafi verið borinn saman við stærsta einkarekna fjölmiðil landsins, 365 miðla. Einkum á þeim grundvelli annars vegar að tölurnar hafi komið frá forstjóra 365, og hins vegar að ekki sé um sanngjarnan samanburð að ræða í ljósi „almannaþjónustuhlutverks“ RÚV. Aftur er þarna verið að saka fólk um fagleg óheilindi, og umræðan rugluð með vísan í óskilgreint hugtak sem hver túlkar eftir eigin höfði. Skýrslan sjálf er vel unnin og áhugavert innlegg í umræðuna. Því er miður að fleiri hafi ekki orðið við bón menntamálaráðherra um að fara í boltann en ekki manninn. Niðurstaðan er hins vegar skýr. RÚV ber sig ekki í núverandi mynd, og þarf annaðhvort að auka tekjustofna eða skera niður þjónustu og yfirbyggingu. Fyrirliggjandi sparnaðaráætlanir eru hvorki fastar í hendi né líklegar til að leysa vandann til frambúðar. Er því ekki rakið að efna til umræðu um hlutverk og tilvist RÚV til framtíðar? Er öryggishlutverk stofnunarinnar úrelt, og betur sinnt af einkaaðilum? Á RÚV að hætta auglýsingasölu? Er eðlilegt að RÚV teygi sig út fyrir hefðbundið hlutverk sitt og spreyti sig á nýmiðlum á borð við vefsíður eða streymisþjónustu? Svona mætti áfram halda. Spurningin er ekki bara hvort við eigum að halda áfram að dæla peningum í RÚV, heldur einnig hvers konar RÚV við viljum fá fyrir peningana okkar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira