Erlent

Hundur yfirgefinn á lestarstöð með dótið í ferðatösku

Atli Ísleifsson skrifar
Shar Pei blendingurinn Kai.
Shar Pei blendingurinn Kai. Mynd/Scottish SPCA
Bresk samtök sem vinna að velferð dýra reyna nú að hafa uppi á eiganda hunds sem fannst yfirgefinn við lestarstöð með „eigur“ sínar í ferðatösku.

Hundurinn, sem er Shar-Pei blendingur, fannst bundinn fyrir utan lestarstöð í skoska bænum Ayr síðasta föstudag. Ferðataska var hundinum við hlið en þar var púði hundsins, leikfang, skál og matur.

Hundurinn var örmerktur en örmerkingin var skráð á fyrrum eiganda hans. Sá sagðist hafa selt hundinn árið 2013 og að hann hefði engar upplýsingar um kaupandann. Með örflögunni kom þó í ljós að nafn hundsins væri Kai.

Lögreglumaðurinn Stewart Taylor sagði í samtali við skoska fréttamiðla að þetta mál væri skýrt merki um hættur þess að selja dýr á netinu. Kaupendur tækju oft ákvörðunina um kaup í skyndi en að þeir viti oft lítið sem ekkert um dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×