Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2015 11:45 Emmsjé Gauti liggur ekki á skoðunum sínum á Twitter. Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT
Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37