Erlent

Símritari sem starfaði í Auschwitz ákærður

Atli Ísleifsson skrifar
Þýskur dómstóll dæmdi Oskar Gröning, bókara sem starfaði í Auschwitz, í fjögurra ára fangelsi í sumar fyrir aðild sína að aftökum á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni.
Þýskur dómstóll dæmdi Oskar Gröning, bókara sem starfaði í Auschwitz, í fjögurra ára fangelsi í sumar fyrir aðild sína að aftökum á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Vísir/Getty
91 árs kona sem starfaði sem símritari í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz hefur verið ákærð vegna gruns um aðild á morðum á 260 þúsund gyðingum í seinna stríði.

Að sögn saksóknara var konan í starfshópi sem aðstoðaði sveitir SS í búðunum.

Konan er grunuð um að hafa átt þátt í brotum sem framin voru frá apríl og fram í júlí árið 1944. Á þeim tíma var mikill fjöldi ungverskra gyðinga teknir af lífi í gasklefunum í Auschwitz-Birkenau.

Í frétt SVT kemur fram að dómstóll í þýsku borginni Kiel muni nú ákveða hvort heilsa konunnar og ákæruliðirnir réttlæti að réttarhöld hefist snemma á næsta ári.

Þýskur dómstóll dæmdi Oskar Gröning, bókara sem starfaði í Auschwitz, í fjögurra ára fangelsi í sumar fyrir aðild sína að aftökum á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×