Shawarma-stríð: Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. apríl 2015 11:30 Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. Fréttablaðið/Stefán Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira