Að hella olíu á eld – og bæta smá brennsluspritti við Frá degi til dags skrifar 23. apríl 2015 00:01 Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar