Að hella olíu á eld – og bæta smá brennsluspritti við Frá degi til dags skrifar 23. apríl 2015 00:01 Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun