KSÍ og borgaryfirvöld hrædd um að leggja ill álög á strákana okkar Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2015 13:35 Íslenska liðið fagnar hér sigurmarki Gylfa Sigurðssonar gegn Hollandi í gær. Vísir/Valli Það hefur sjaldan verið jafn mikil spenna fyrir einum knattspyrnuleik og þeim sem verður leikinn á Laugardalsvelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins. Nái íslenska liðið stigi úr þeim leik er það búið að tryggja sér farseðilinn til Frakklands á næsta ári þar sem lokakeppnin fer fram og skrifa sig jafnframt í sögubækurnar. Löngu er uppselt á leikinn og má búast við miklum fjölda í Laugardalnum og í miðborg Reykjavíkur fyrir og eftir leik. Hvorki Knattspyrnusamband Íslands né borgaryfirvöld ætla þó að hafa einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessara mögulegu tímamóta og fæst ekki betur heyrt en menn séu ekkert sérlega hrifnir af því að breyta út af vananum og hafa þannig mögulega áhrif á gengi liðsins. Í daglegu tali er það nefnt að jinx-a eitthvað, tekið af enska orðinu jinx, sem mætti þýða sem að leggja ill álög á einhvern.Umgjörðin á Laugardalsvelli verður sú sama og fyrir aðra leiki í íslenska karlalandsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.VísirEnginn risaskjár í Laugardal Vísir hafði til að mynda sambandi við KSÍ til að spyrjast fyrir um hvort sambandið hefði hug á því að koma risaskjá fyrir utan Laugardalsvöll svo fleiri geti notið stemningarinnar sem þar verður. „Við viljum ekki jinx-a neitt hér,“ segir Hilmar Þór Guðmundsson, sem starfar við fjölmiðla- og markaðsmál hjá KSÍ, léttur í bragði þegar Vísir bar þetta undir hann. „Það er ekkert sem er á okkur vegum eða hefur komið til tals hjá okkur. Við höfum náttúrlega um nóg annað að hugsa varðandi leikinn og framkvæmdina á leiknum þannig að það hefur þannig séð ekki komið upp á borð hjá okkur,“ segir Hilmar sem á von á sömu umgjörð og fyrir aðra leiki á Laugardalsvelli í þessari undankeppni. „Það verður engu breytt þannig séð. Við erum líka að fara eftir reglum UEFA (evrópska knattspyrnusambandsins) þannig að það er voða lítið sem við getum gert til að breyta. Við gerum engar róttækar breytingar fyrir þessa leiki enda myndum við ekki vilja breyta neinu miðað við hvernig gengur og vera að jinx-a þetta eitthvað.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirVill hvorki fagna of snemma né auglýsa hátíðarhöld Þá hefur það einnig verið rætt hvort borgin muni hafa einhvern viðbúnað vegna leiksins því búast má við miklum fjölda fyrir og eftir leik. Þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spurður að því hvort borgin muni loka einhverjum götum eða veita skemmtistöðum leyfi til að hafa opið lengur svaraði hann því neitandi enda það hjátrúarfullur að hann vill hvorki fagna of snemma eða auglýsa einhver hátíðarhöld fyrir fram. „Gærdagurinn var auðvitað magnaður og þvílík stemning í borginni. Ég held að götunum hafi sjaldan verið slitið jafnlítið, því fólk gekk á skýi,“ segir Dagur. Sunnudagurinn er svo stóri dagurinn þar sem miðpunkturinn fyrir leik og á meðan leik stendur verður auðvitað í Laugardalnum.Dansað á hverju götuhorni „KSÍ og stuðningsmannasveitin Tólfan hafa verið að þróa það með glæsibrag undanfarin ár. Það er ótrúlega stemmning að heyra og sjá stórar stuðningssveitir koma gangandi og syngjandi úr öllum áttum. Á meðan á leik stendur verður stór skjár á Ingólfstorgi og allt til alls ef leikurinn fer vel, sem við auðvitað vonum. Ég er hins vegar svo hjátrúarfullur að ég vil hvorki fagna of snemma né auglýsa einhver hátíðarhöld fyrir fram. Veitingastaðir verða vitanlega á sínum stað en með hefðbundna opnunartíma. Ég gæti hins vegar trúað að einhverjir þeirra myndu setja hátalara úr á stétt snemma kvölds ef sigur næst. Því þá verður auðvitað dansað á hverju götuhorni!“ Það er því ljóst að lang flestir eru á tánum fyrir þennan stóra leik á sunnudag og lang flestir búnir að læra það af landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að það er algjör óþarfi að breyta út af vananum á meðan vel gengur. Tengdar fréttir Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Varlega má áætla að kostnaður við ferð í sólarhring til Amsterdam til að styðja strákana okkar í landsleiknum gegn Hollandi hafi numið minnst 100 þúsund krónum á mann. Um 3.000 Íslendingar fóru á leikinn og settu kostnaðinn ekki fyrir sig. 4. september 2015 07:00 Íslenskir tipparar duttu í lukkupottinn Eins og öllum ætti að vera kunnugt um vann Ísland glæsilegan 0-1 sigur á Hollandi í undankeppni EM 2016 í Amsterdam í gær. 4. september 2015 10:01 Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Miðinn kominn uppí 25 þúsund krónur og fer hækkandi. Fáir frá Kasakstan væntanlegir, Íslendingar leggja undir sig völlinn. 4. september 2015 10:18 Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur. 4. september 2015 07:00 Aðeins fjórir leikmenn skorað meira en Gylfi í undankeppni EM Ísland er sem kunnugt er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 eftir 0-1 sigur á Hollandi í Amsterdam í gær. 4. september 2015 11:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Það hefur sjaldan verið jafn mikil spenna fyrir einum knattspyrnuleik og þeim sem verður leikinn á Laugardalsvelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins. Nái íslenska liðið stigi úr þeim leik er það búið að tryggja sér farseðilinn til Frakklands á næsta ári þar sem lokakeppnin fer fram og skrifa sig jafnframt í sögubækurnar. Löngu er uppselt á leikinn og má búast við miklum fjölda í Laugardalnum og í miðborg Reykjavíkur fyrir og eftir leik. Hvorki Knattspyrnusamband Íslands né borgaryfirvöld ætla þó að hafa einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessara mögulegu tímamóta og fæst ekki betur heyrt en menn séu ekkert sérlega hrifnir af því að breyta út af vananum og hafa þannig mögulega áhrif á gengi liðsins. Í daglegu tali er það nefnt að jinx-a eitthvað, tekið af enska orðinu jinx, sem mætti þýða sem að leggja ill álög á einhvern.Umgjörðin á Laugardalsvelli verður sú sama og fyrir aðra leiki í íslenska karlalandsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.VísirEnginn risaskjár í Laugardal Vísir hafði til að mynda sambandi við KSÍ til að spyrjast fyrir um hvort sambandið hefði hug á því að koma risaskjá fyrir utan Laugardalsvöll svo fleiri geti notið stemningarinnar sem þar verður. „Við viljum ekki jinx-a neitt hér,“ segir Hilmar Þór Guðmundsson, sem starfar við fjölmiðla- og markaðsmál hjá KSÍ, léttur í bragði þegar Vísir bar þetta undir hann. „Það er ekkert sem er á okkur vegum eða hefur komið til tals hjá okkur. Við höfum náttúrlega um nóg annað að hugsa varðandi leikinn og framkvæmdina á leiknum þannig að það hefur þannig séð ekki komið upp á borð hjá okkur,“ segir Hilmar sem á von á sömu umgjörð og fyrir aðra leiki á Laugardalsvelli í þessari undankeppni. „Það verður engu breytt þannig séð. Við erum líka að fara eftir reglum UEFA (evrópska knattspyrnusambandsins) þannig að það er voða lítið sem við getum gert til að breyta. Við gerum engar róttækar breytingar fyrir þessa leiki enda myndum við ekki vilja breyta neinu miðað við hvernig gengur og vera að jinx-a þetta eitthvað.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirVill hvorki fagna of snemma né auglýsa hátíðarhöld Þá hefur það einnig verið rætt hvort borgin muni hafa einhvern viðbúnað vegna leiksins því búast má við miklum fjölda fyrir og eftir leik. Þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spurður að því hvort borgin muni loka einhverjum götum eða veita skemmtistöðum leyfi til að hafa opið lengur svaraði hann því neitandi enda það hjátrúarfullur að hann vill hvorki fagna of snemma eða auglýsa einhver hátíðarhöld fyrir fram. „Gærdagurinn var auðvitað magnaður og þvílík stemning í borginni. Ég held að götunum hafi sjaldan verið slitið jafnlítið, því fólk gekk á skýi,“ segir Dagur. Sunnudagurinn er svo stóri dagurinn þar sem miðpunkturinn fyrir leik og á meðan leik stendur verður auðvitað í Laugardalnum.Dansað á hverju götuhorni „KSÍ og stuðningsmannasveitin Tólfan hafa verið að þróa það með glæsibrag undanfarin ár. Það er ótrúlega stemmning að heyra og sjá stórar stuðningssveitir koma gangandi og syngjandi úr öllum áttum. Á meðan á leik stendur verður stór skjár á Ingólfstorgi og allt til alls ef leikurinn fer vel, sem við auðvitað vonum. Ég er hins vegar svo hjátrúarfullur að ég vil hvorki fagna of snemma né auglýsa einhver hátíðarhöld fyrir fram. Veitingastaðir verða vitanlega á sínum stað en með hefðbundna opnunartíma. Ég gæti hins vegar trúað að einhverjir þeirra myndu setja hátalara úr á stétt snemma kvölds ef sigur næst. Því þá verður auðvitað dansað á hverju götuhorni!“ Það er því ljóst að lang flestir eru á tánum fyrir þennan stóra leik á sunnudag og lang flestir búnir að læra það af landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að það er algjör óþarfi að breyta út af vananum á meðan vel gengur.
Tengdar fréttir Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Varlega má áætla að kostnaður við ferð í sólarhring til Amsterdam til að styðja strákana okkar í landsleiknum gegn Hollandi hafi numið minnst 100 þúsund krónum á mann. Um 3.000 Íslendingar fóru á leikinn og settu kostnaðinn ekki fyrir sig. 4. september 2015 07:00 Íslenskir tipparar duttu í lukkupottinn Eins og öllum ætti að vera kunnugt um vann Ísland glæsilegan 0-1 sigur á Hollandi í undankeppni EM 2016 í Amsterdam í gær. 4. september 2015 10:01 Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Miðinn kominn uppí 25 þúsund krónur og fer hækkandi. Fáir frá Kasakstan væntanlegir, Íslendingar leggja undir sig völlinn. 4. september 2015 10:18 Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur. 4. september 2015 07:00 Aðeins fjórir leikmenn skorað meira en Gylfi í undankeppni EM Ísland er sem kunnugt er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 eftir 0-1 sigur á Hollandi í Amsterdam í gær. 4. september 2015 11:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Varlega má áætla að kostnaður við ferð í sólarhring til Amsterdam til að styðja strákana okkar í landsleiknum gegn Hollandi hafi numið minnst 100 þúsund krónum á mann. Um 3.000 Íslendingar fóru á leikinn og settu kostnaðinn ekki fyrir sig. 4. september 2015 07:00
Íslenskir tipparar duttu í lukkupottinn Eins og öllum ætti að vera kunnugt um vann Ísland glæsilegan 0-1 sigur á Hollandi í undankeppni EM 2016 í Amsterdam í gær. 4. september 2015 10:01
Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Miðinn kominn uppí 25 þúsund krónur og fer hækkandi. Fáir frá Kasakstan væntanlegir, Íslendingar leggja undir sig völlinn. 4. september 2015 10:18
Fullt hús stiga á móti einni bestu knattspyrnuþjóð heims Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Íslandi sögulegan 1-0 sigur á Hollandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi. Íslendingar geta farið að bóka ferðina til Frakklands næsta sumar og þau sem sungu allan tímann í stúkunni í eru farin að dreyma um að upplifa svona stundir aftur. 4. september 2015 07:00
Aðeins fjórir leikmenn skorað meira en Gylfi í undankeppni EM Ísland er sem kunnugt er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 eftir 0-1 sigur á Hollandi í Amsterdam í gær. 4. september 2015 11:00